"Því miður ekkert pláss"

Jólaheimsóknir leikskóla og grunnskóla 2007 009

“Á jólunum er gleði og gaman… þá hlægja allir og syngja saman..” segir í einu þeirra mörgu jólalaga sem berast á öldum ljósvakans þessi dægrin.   Já, það fer ekki framhjá neinum að jólin eru að gera sig ferðbúin og ætlar sér að taka hús hjá hverju og einu okkar.  Löngum hefur það verið svo að jólin eru kærkomin gestur sem ber með sér birtu í myrkursins veruleika okkar hér á hjara veraldar.   Ytri ásýnd jólanna eru ljósin sem prýða heimili og stofnanir hvert sem litið er.  Marglita skraut sem bregða fæti fyrir hversdagsdeginum og gleði söngur fyllir út í hvert rými svo að allt annað verður undan að láta sem ekki kallast á við hátíð þá sem boðar komu jólabarnsins. 

Sagt að tímarnir breytast og mennirnir með.  Vissulega er það svo að tímarnir breytast og það að við fylgjum með.  Eða er það öfugt, við breytumst og tíminn lallar á eftir okkur?   Eitt er það sem breytist ekki er jólin að inntaki.  Það sem breytist er hin ytri umgjörð.  Það sem við hengjum utan á undirbúning þess að taka á móti jólunum.   Einhverjum kann það þykja vera að hinu góða og eða hinu slæma.  Talandi um undirbúning.  Eitt er það sem einkennir hvað mest undirbúning komu jólanna er að halda fast í hefðir fyrri ára.   Það er aldrei sem á jólum sem að tíminn aldrei sem fyrr fær að standa í stað eitt augnablik.   Við köllumst á við fortíðina.  Við lítum til baka allt aftur til æskuára og finnum eitt og annað til sem mögulega gæti snert jólastrengi sem gefa okkur hinn sanna hljóm jólanna.  Sá hljómur kann að vera margvíslegur en leitast við að finna hinn sanna tón eða hljóm jólanna.  Hver er hinn sanni hljómur jólanna?  Er hann til yfir höfuð?Ef við persónugerum jólin og klæðum þau í hátíðarföt þá er hægt að tala um þau sem gest sem beiðist gistingar hjá okkur í nokkra daga.  Í fljótu bragði könnumst við ekki við gestinn.   Við getum svarað eins og gistihúsa eigandinn forðum daga:  “Því miður það er ekkert pláss hjá mér.  Reyndu að athuga hvort ekki sé pláss hjá Gunnu á fjórðu hæð.  Hún er með gestaherbergi.  Það fer vel um þig þar.”    Við lokum hurðinni og höldum áfram að gera það sem við vorum að gera áður en “gesturinn” bankaði á dyrnar.  Nefnilega að undirbúa komu jólanna.   Þá er aftur bankað á hurðina.  Við leyfum okkur að pirrast á þessari ósvífni að trufla okkur við undirbúning þess að taka á móti jólunum.  Hann stendur fyrir framan og enn beiðist gistingar.  Segir að hann þurfi ekki á gestaherbergi að halda.  Við hleypum honum inn og það er sem allt breytist.  Birta vonar breiðir úr sér.  Vald myrkursins sem stóð mitt í þeirri trú að það væri algjört hopar og hniprar sig saman úti í horni í þeirri von að gesturinn stoppi stutt við.   Kemst að því sér til mikillar armæðu að gesturinn er komin til að vera.  Hann er ekki uppáþrengjandi en minnir alltaf á sig á jólum.  Jólin er dýrðartími sem okkur er gefin og okkar að þiggja.  Á jólum er og á að vera tími þar sem staldrað er við og spurt í einlægni.  Hver ertu?  Þú sem komst og fæddist í lágreistu fjárhúsi.  Hvað hefur þú við okkur að segja?   Þú sem breiðir úr sæng vonar yfir tárvotan óttaslegin heim við aðstæður í svo hróplegu ósamræmi efnishyggjunnar sem ríkir í dag.  Hann kom í heiminn og hann er í heiminum.  Hann knýr á dyrnar ekki aðeins á aðventunni heldur alla daga.  Hann beiðist inngöngu ekki aðeins á aðventunni heldur alla daga.   Við skynjum og heyrum að það er lágstemmt bankað á dyr hjartna okkar og við eru aldrei fúsari en á þessum dögum að opna þær.  Við þurfum ekki að fyrirverða okkur þótt allt sé ekki í röð og reglu.  Hann er ekki komin til að hitta fyrir röð og reglu.  Það eina sem hann sér ert þú.   Hvernig sem þú ert.  Ekki eins og þú vildir að þú værir.  Ekki eins og þú vildir að væri umhorfs í kringum þig.  Heldur eins og þú ert mitt í óreiðu hugsana þinna og væntinga.  Þar vill hann eigna sér stað og hvergi annarsstaðar.  Þar er að finna boðskap jólanna.   Mitt í óreiðu alls rísa jólin upp og vísa okkur veg þann sem við innst inni þráum öll – frið.  Innra sem ytra með okkur.Myrkrið var yfir og allt um kring þegar frelsari heimsins fæddist í lágreistu fjárhúsi og lagður í jötu.   Veröldin var ekki söm aftur.  Engin atburður sögunnar hvorki fyrr né síðar er hægt að segja um að “heimurinn er ekki samur aftur” þótt við tökum þessi hugtök í munn á ögurstundu.“Á jólum er gleði og gaman…þá syngja allir saman.”  Megi svo vera hjá þér og þínum þessi jól. Megi góður Guð blessa ykkur og gefa gæfuríka og gleðilega aðventu og jólahátíð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband