Klemma óttann á milli hins gamla og nýja

Myndir af barnakór kirkjunnar og ferð Opna Hússins í Iðnó 057Nýtt ár hefur löngum minnt mig óþægilega á “geymslu”eða rými við enda á löngum dimmum gangi með fullt af  dimmum ókunnugu rými.   Sum þeirra opin og önnur lokuð og þar var líka myrkur.  Geymsla æskuheimilis míns var við enda gangsins í dimmu eða illa upplýstu kjallararými.   Í geymslunni var matarforðabúr heimilisins í kaldri kistu.  Það þýddi að oft þurfti að fara dimman og eða lítt upplýstan ganginn á enda framhjá öllum herbergjunum þar sem ungur hugur kallaði fram drauga og forynjur hverskonar til þess að nálgast kvöldmatinn þann eftirmiðdaginn.   Geymslurnar hinar áttu það allar sameiginlegt að vilja ná tali af mér, eða það sem dvaldist innan þeirra.   Það var skelfilegt að vera beðin um að fara niður í geymslu að ná í eitthvað sem vantaði á heimilinu.  Hvað ég gerði ekki til að komast hjá því að fara en það var bara frestun á því óhjákvæmilega og ég fór.  Ég fór þrátt fyrir þá að vita ekki að óttinn væri kjarklaus.  Hvernig gat ég vitað það sem barn.  Með hryllilegan kuldahroll sem hríslaðist um mig allan fór ég niður í sótsvart myrkur kjallarans uppfullan af ótta og hryllingi um leið og hurðin var opnuð og brattur stigin sveigðist niður í hyldýpið.   Kveikti á ganginum sem stundum svaraði ekki með frelsandi birtu sinni þótt ekki væri nema örlítil ljóstýra.    Hvað ég var tilbúin að snúa við og loka hurðinni og klemma óttann á milli svo að hann næði mér ekki.   Hélt niðri í mér andanum eins og ég vildi komast hjá því að vekja óvættir þær sem í myrkrinu þrifust best.  Ég greip það sem átti að sækjast og hljóp eftir endilöngum ganginum og tók tólf tröppur í tveimur stökkum.  Nær fallinn í öngvit af ótta greip anda á lofti og bar mig mannalega þegar ég skilaði því sem ég var beðin um.  Innyflin á hvolfi og tók stundirnar tvær að koma þeim á sinn stað aftur.Bara að ég hafi vitað þá sem ég veit í dag að það var ekkert að óttast.  Þrátt fyrir að ég veit þá læðist ótti að á stundum lífsins.  Samt þegar ég hugsa til þess hefði ég ekki viljað fara á mis við þessa reynslu að horfast í augu við óttann sem æska hugans kallaði fram.   Hvað ef ég stæði enn við dyrnar sem ég opnaði aldrei?  Ég hefði komist upp með það vegna kærleika þess sem sendi mig – en ég hefði orðið ósáttur við sjálfan mig.  Myrkur óttans væri enn í myrkruðum kjallaraganginum og hefði aldrei fengið að sjá dagsbirtu.  Sjá að veruleikinn er ekki hans.  Hann hefði kallast á við minn eigin vanmátt og hlegið af honum og hæðst.Nýtt ár er eins og þessar dyr að rými kjallara æsku minnar.  Það verður að opna þær og þótt að tröppur hans gætu verið brattar niður eða upp þarf að feta sig eftir þeim. Það gamla stendur á bakvið í kærleika og vill halda í það sem er - eða er það öfugt?   Er það ekki við sem viljum fela okkur í “pilsafaldi” þess sem við þekkjum og finnum okkur örugg.   Líklega er það svo vegna okkar eigin vanmáttar.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband