Kirkjan og íþróttir

 

Fljótt á litið virðast íþróttir og kirkjan og það sem hún stendur fyrir eiga fátt eitt sameiginlegt nema kannski það að mörg þeirra barna sem stunda íþróttir sækja ýmislegt starf í kirkjuna.  Sunnudagaskólann, Sjö til níu ára starf (STN) tíu til tólf ára starf (TTT) fermingarfræðslu og eða æskulýðsfélagið.  Þegar sest er niður og málin skoðuð ofan í kjölin eiga íþróttirnar og kirkjan og það sem hún boðar býsna margt sameiginlegt.  Ekki þarf annað en að skoða textann sem skrifaður var fyrir um tvö þúsund árum og er að finna í Korintubréfi Páls postula. 

“Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin?  Hlaupið þannig, að þér hljótið þau.  Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt.  Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan.  Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust.   Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vinhögg slær.  Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum...” Kor. 9.24-27 Íþróttir Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg 15. nóvember 2007 075eru til að stæla líkamann og andinn styrkist að sama skapi.   Þannig er auðveldara að takast á við hversdaginn og það sem hann ber í faðmi sér.  Á sama hátt má segja að kirkjan geri sitt til að efla andann og líkamlegt hreysti fylgir í kjölfarið.   Íþróttir og kirkjan eru greinar á sama meiði.  Takmarkið er að byggja upp og efla einstaklingin í síbreytilegri tilveru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband