Ekkert fólk í kirkjunni hvađ gerir ţú ţá?

Leikskólaheimsóknir 2006 - litlu jól opna hússins ofl. 013"Hvađ ertu ađ gera í kirkjunni ţegar ekkert fólk er?"spurđi ung dama mig í morgun.  Hún var ein af 110 börnum í 4 og 6 bekk Selásskóla sem komu í kirkjuna sína í   ađventu heimsókn međ skólanum sínum. 

Leik og grunnskólaheimsóknirnar eru hafnar hjá okkur í Árbćjarkirkju.  Nćstu vikurnar fram ađ jólum munum viđ taka á móti 2000 börnum.  Ţessar heimsóknir eru alltaf skemmtilegar.  Ţćr eru skemmtilegar vegna ţeirrar einlćgni sem börnin búa yfir.  Stúlkan sem ég sagđi frá hafđi einlćgar áhyggjur af ţví hvađ presturinn vćri eiginlega gera í kirkjunni ţegar ekkert fólk vćri í henni.  Ég hef alltaf ćtlađ mér ađ skrá hjá mér athugasemdir barnanna í gegnum árin en ekki orđiđ af efndum.  Ég lofa ykkur ţví ađ á hverjum degi fram ađ jólum mun ég birta gullkorn barna sem koma til okkar í kirkjuna.GrinÍ ţeim efnum ćsast leikar verulega ţegar leiksskólabörnin mćta á stađinn.   "Jesú fćddist í rúmi međ engum kodda eđa sćng heldur mat kúnna í fjósinu."sagđi einn spekingslegur herramađur á ađ giska 3 ára í óspurđum fréttum í fyrra.  Svo er alveg klassískt eins og í morgun ađ komiđ er til mín.  "Manstu ekki eftir mér" og ég svara jú auđvitađ.   "Ţú skírđir mig."  "giftir ţú ekki mömmu og pabba.?"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ţetta er alveg yndislegar stundir međ ţeim og gullkornin eru óborganleg. Ţegar ég starfađi á leikskólanum ţá var einmitt fariđ til kirkju á ađventunni. Ég hafđi mér viđ hćgri hönd ungan herramann í einni slíkri ferđ. Ţegar viđ sátum í kirkjunni (Seljakirkju) sat  Kjartan Sigurjónsson organisti viđ orgeliđ og lék jólasálm en hann sneri einmitt baki í okkur ţar sem viđ sátum. Ţá gellur í mínum unga sessunaut, "Silla, er ţetta ekki Bracúla greifi?", Hvernig kemst mađur inn í kastalann hans"? (sagđi hann og benti á orgeliđ međ öllum sínum stóru pípum). Ţetta var alger gullmoli. Ţeir sem horfđu á Bracúla greifa hérna um áriđ, sjá samlíkinguna. Endilega haltu ţessum gullmolum til haga. Ţćr eru ómetnalegar perlur.

Sigurlaug B. Gröndal, 3.12.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Ţór Hauksson

Ţessi er einfaldlega stórkostlegur!  Skelli honum á Kjartan nćst ţegar ég hitti hann!

Ţór Hauksson, 3.12.2007 kl. 14:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband