Færsluflokkur: Bækur
31.12.2007 | 16:22
Hrafn á flugi
Las bókina hans Hrafns Jökulssonar "Þar sem vegurinn endar" stórskemmtileg bók aflestrar. Hef ekki komið á þær slóðir sem hann skrifar um en alveg örugglega legg ég land undir fót næsta sumar með mína fjölskyldu. Hrafni tekst ákaflega vel til með að lýsa staðháttum þannig að þeir birtust manni ljóslifandi af blaðsíðunum að ekki sé talað um þá einstaklinga til forna og í dag lifa. Bráðskemmtileg bók sem allir ættu að lesa! Ef þú lest þetta segi ég til hamingju Hrafn! Þú tókst flugið en ekki svo hátt að ekki væri hægt að fylgja þér á fluginu og setjast við og við á stöðum sem áhugavert verður að skoða!
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)