Drögum úr hamingjunni!

 Innst inni vitum við að það er ekki veröldin og umhverfið allt sem stendur andspænis okkur og gefur okkur langt nef, heldur sjáum við hana þannig vegna okkar eigin beyglu og skælingar vonleysis og vöntunar uppörvunar.  Fyrir einhverjum er það lögmál að heimurinn og manneskjan þar með talin sé bara þannig og ekkert fær því breytt.  Allavega ekki af mannlegum mætti.   Megas söng um árið að við ættum að “smæla framan í heiminn þá mun heimurinn smæla framan í þig.”Það er margt í tilverunni eins og við höfum raðað henni í kringum okkur sem okkur finnst vera óbreytanlegt .  Það eru alltaf einhver eða einhverjir sem vilja og gera í þvi að breyta tilveru okkar.   Við eftir efnum og ástæðum stöndum í vegi fyrir því eða látum tilleiðast að vissu marki.  Þegar gaumgæfilega er skoðað er ekkert til sem heitir á engil saxnesku “status quo” eða stöðnun.    Það er ekki í mannlegum mætti að stöðva sírennsli tímans og það sem hann ber með sér.  Stundum er sagt og má eflaust til sanns vegar færa að aldrei í sögu mannkyns hafi hraði breytinga verið meiri, svo mjög að hverri manneskju finnst nóg um en við látum berast með straumnum.Inn um lúguna hjá okkur eða á internetinu og eða í ljósvakamiðlum berast okkur sífellt tilboð um að gera þetta og hitt til þess að öðlast meiri hamingju, betra líf.   Aldrei berast okkur tilboð um að draga úr hamingju okkar og góðu lífi.  Það er alltaf gengið að því vísu að við viljum öðlast meiri hamingju þótt hún sé næg fyrir.  Þetta gerist vegna þess að vitað er að við viljum breyta til einhvers annars.  Því er einu sinni þannig farið að við erum alltaf að leita af meiri hamingju en þeirri sem við höfum þegar.    Þeir sem hafa sína lífsafkomu að senda tilboðin þurfa ekki endilega hafa svo mikinn áhuga á okkar hamingju að þau missi svefn vegna þess.   Það er jú vinna þeirra, að sannfæra okkur hin að það er eitthvað meira þarna úti og við gætum verið að missa af því.     Ég er ekki að segja að tilboðin um bætta heilsu og nýtt líf í alsnægtum hugans og allt það sé ekki af heilindum boðið og fullri trú – því það er sama hvað er boðið upp á af miklum kærleika okkur til handa er andvana fætt ef við sjálf tökum ekki á móti og gerum af heilum hug.  “Vera heill?  Ég hef kannski ekki oft en stundum velt því fyrir mér hvað það þýðir að vera heill.  Og það að einhver geti boðið mér að verða heill og staðið við það.  Getur það einhver annar en ég sjálfur.  Sbr. máltækið – “Hver er sinnar gæfu smiður.” Ég legg þann skilning í að vera heill sé að vera heill heilsu og sannur í verkum mínum – að vera sannur í því sem ég hugsa og framkvæmi.   Að vera samkvæmur sjálfum sér er það kallað í daglegu tali.   Merkingin að vera heill er oftast sett í samhengi heilsu og eða huga.   Samanber að vera heill heilsu að vera heilshugar.   Hver vill ekki vera heill heilsu?  Hver vill ekki taka tilboði að vera heill heilsu?  Við leitum víða ráða og meðferða að ná heilsu sem hefur um stundarsakir eða í lengri tíma yfirgefið okkur.   Mein manna eru margvísleg.  Það er mikið að segja við einhvern og enn meira að bjóða að vera heill.  Og það sem meira er að standa við það ef það er þá ætlunin.  Eða er það aðeins umbúðirnar og innihaldið aukaatriði.   Því miður held ég að það sé oftar en ekki þannig en alls ekki að það sé af ráðnum hug.   Þ.e.a.s. boðið er sett fram heilshugar og það nái ekki lengra en það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband