Heimurinn er eitt herbergi, sagši einhver snjall hugsušur seint į sķšustu öld. Kannski aldrei sem nś eiga žessi orš rśm ķ huga okkar sem hafa horft į hörmungaratburši žį sem eiga sér staš ķ Myanmar. (Burma)V Herbergiš fyllt af ótta, reiši og vantrś į žaš sem fyrir augu ber. Andrśmsloftiš óžęgilegt svo ekki sé dżpra ķ įrinni tekiš. Ef heimurinn er eitt herbergi žį žurfum viš aš gera rįš fyrir žvķ aš lausn į vandanum sé ekki aš finna fyrir utan žaš herbergi, heldur innan veggja žess einfaldlega vegna žess aš vandinn į sér rętur žar. Ekki eitthvaš utanaškomandi, ókunnugt afl.Sagt hefur veriš aš ķ herbergi žar sem tveir eru saman komnir séu sex manneskjur. Ég endurtek sex manneskjur. Hver manneskja um sig er a) sś sem hśn heldur sig vera, b) sś sem hin heldur hana vera, og c) sś sem hśn er. Og žessar manneskjur geta veriš harla ólķkar. Žess vegna er ekki gott aš sjį ķ fljótu bragši hver lķfsafstaša okkar er ķ raun. Žaš er ef til vill helst ef viš lķtum farinn veg aš viš sjįum hver herra okkar var og er hugsanlega enn. Hvaš skiptir okkur mestu mįli öll įrin? Er žaš aušur? Eiga ķ sig og į? Lifa ķ friši viš herbergisfélaga okkar? og žannig getum viš haldiš įfram.Višbrögš okkar gagnvart umhverfinu, nįunganum og lķfssżn trśar eša trśleysis fer oftar en ekki eftir hlutskipti okkar ķ lķfinu. Sumir fęšast inn ķ veraldlegan rķkdóm, mešan hluti jaršarbśa fęšast inn ķ veraldlega fįtękt. Veröldin er ekki svört hvķt ręma.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.