10.10.2007 | 19:26
Ævintýri
Hvaða hugmyndir sem við höfum um orsakir hins eða þessa er alltaf hægt að rekja rótarendann til okkar sjálfra. Við erum orsök og afleiðing samfélags sem er orðin þreytt á sjálfu sér. Samfélags sem hlustar ekki á sýna innri rödd. Það má sjá i svo mörgu í okkar daglega lífi sem snýr fram á við og þess sem er á röngunni og við sjáum sjaldnast. Samfélag sem vill ekki sjá það slæma og ljóta. Samfélag sem vill ekki horfast í augu við neyð náungans hvort heldur hér heima eða í fjarlægum heimi. Hvað er betra en að slæva þann veruleika mannlífsins með síbylju hverskonar bara til þess að þurfa ekki að hugsa og ekki að hlusta. Bara til þess að þurfa ekki hafa frumkvæði að einhverju sem við vitum ekki hvert leiðir okkur. Á sama tíma er samfélagið uppfullt af þessari þrá að leita þessa sem við vitum ekki hvert leiðir okkur. Við lifum í samfélagi sem er harðákveðið í því að allt sem hægt er að gera til efla mannsandann tilheyrir fortíðinni. Allir sigrar mannsins á náttúru og leitun nýrra landa er að baki. Löndin sem engin vissi um er byggð. En það eru til fleirri lönd sem á eftir að nema það er lönd hugans. Lönd ævintýra sem engin hefur áður komið til og rannsakað. Það er ævintýri nútíma mannsins. Heimilisfang ævintýrisins er ekki að finna í símaskránni. Ævintýrið á sér heimilsfang í huga okkar. Martröðin á sér sama heimilisfang. Vandamálið er að ýta á rétta bjöllu og sjá hver kemur til dyra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.