Góðir tónleikar

Var á bráðskemmtilegum tónleikum í Árbæjarkirkju í gærkveldi (10. október)  Fram komu þrír um margt ólíkir kórar.  Kirkjukór Árbæjarkirkju, Landsvirkjunarkórinn og kór eldri félaga Fóstbræðra.  Úr varð hin besta skemmtun.   Ég segi bara meira af þessu og að fleiri sjái sér fært að mæta.Frá tónleikum sem haldnir voru 10.október 2007 022  Stjórnendur kóranna voru hver öðrum skemmtilegri þeir Keith Reed, Jónas Ingimundarson og Krisztina Kalló Szkelnár.   Úr varð hin besta skemmtun og ekki spilltu veitingarnar sem kórfélagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju báru á borð.  Víst er að ekki fóru aukakílóin af þetta kvöldið enda hver er að hugsa um það eftir að hafa hlýtt á fallegan kórsöng.  Ég fékk mér reyndar bara eina pönslu svo eftir var tekið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Blessaður Þór. Því miður missti ég af þessum tónleikum. Það er svo einkennilegt að oft þegar skemmtilegir tónleikar eru í boði þá er ég bókuð annarsstaðar og missi af herlegheitunum. Það hefði verið yndislegt að eiga góða stund í gömlu sóknarkirkjunni sinni. Góðar kveðjur í bæinn frá okkur hjónum í Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 11.10.2007 kl. 09:43

2 Smámynd: Þór Hauksson

Sæl Sigurlaug.  Það hefði verið gaman að sjá þig!  Það gerist bara næst!

Þór Hauksson, 11.10.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband