27.11.2007 | 11:06
Femin hvað?
Um daginn birtist frétt sem fór ekki hátt að kynjahlutfall útskrifaðra úr háskólum landsins hallar verulega á karlkynið. Ég hef ekki prósentuhlutfallið alveg á takteinunum en mig minnir að það sé 30% karlar og 70% konur. Ekki annað að heyra að "allir" séu ánægðir með þennan árangur kvenna. Til hamingju konur! Óneitanlega setur að manni ugg hvað karlana varðar. Víst má segja að ef að hlutfallið hafi verið öfugt hefði samfélagið farið á hvolf. Fjöldi rannsókna hafa líka sýnt að drengjum liður ver í skóla heldur en stúlkum og þannig mætti lengi halda. Það var birt lærð grein um þetta en umræðan engin. Hvers vegna? Getur það verið að engin hafi þorað því af ótta við viðbrögð. Hafa ekki rétta skoðun. Það er alveg með eindæmum að þegar eitthvað kemur fram sem sýnir betri árangur kvenna á móti árangri karla skuli aldrei heyrast hljóð í "femínista" geiranum. Eins og sá má hef ég sett femínista í gæsalappir. Einfaldlega vegna þess að mér líkar ekki þessi málflutningur þeirra sem gefa sig fyrir að vera í forsvari "femínista" Ég sjálfur tel mig vera frjálslyndan mann og vil veg kvenna og karla sem mestan eins og ég á kyn til sem langafabarn sr. Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests sem upp úr aldamótum 1900 og frameftir barðist fyrir kvenréttindum. Femínismi í mínum huga er að gæta að velferð, rétti og framgangi bæði karla og kvenna en ekki bara kvenna. Hætta þessu endalausa væli um hversu margar mínútur til eða frá hvort kynið fái meiri athygli í fjölmiðlum þegar þörf er á að gæta að velferð drengja og stúlkna í skólum þessa lands. Að við getum skilað af okkur einstaklingum stúlkum sem og strákum vel menntuðum einstaklingum í sem jafnasta hlutfalli. Þannig að hlutfallið verði sem jafnast hjá þeim sem útskrifast úr háskóla og að ekki sé talað um iðnskólum þessa lands sem því miður hallar verulega á kvenfólkið. Í stað þess að þegja hlutina í hel þegar hallar á drengina ættum við öll femínistar þessa lands og þótt víða væri leitað að leggja allt sem við eigum til að rétta af þann halla sem raunverulega er að finna í okkar samfélagi.
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Þór. Ég held að skoða verði betur hag karla. Fyrst og fremst ungra pilta í skólum. Ég rak mig á það við störf mín hjá einu stærsta stéttarfélagi landsins hvað margir ungir menn voru að falla út af launaskrá og lenda í hremmingum í vinnu vegna geðlægðar, þunglyndis og annarra mun erfiðra geðsjúkdóma. Allt voru þetta myndarpiltar og flestir fæddir á tímabilinu 1977 til 1984. Sama má segja um skólabræður sonar míns sem fæddur er 1978 og á sjálfur við kvíðaraskanir að etja. Eitt sem ég sá sameiginlegt með þessum hópi var að þeir voru mjúkir, mjög listhneigðir m.a. tónlistarmenntaðir eða voru í tónlist. Ég upplifði það að lífsgæðakapphlaupið og það að eiga að vera svo töff og cool og eiga allt hafi reynst þeim ofraun. Með þessu spilar mikið vinnuálag bæði með skóla og utan. Ungir menn eru að fá tvöföld skilaboð um tilveru sína og kröfur í lífinu. Hér þarf verulega að skoða málin. Þeir eru að dragast aftur úr í háskólanámi, einnig í framhaldsskólum. Ég held að þeir fá ekki nægjanlegan stuðning í uppeldinu og í samfélaginu. Vonandi verður þetta rannsakað betur.
Sigurlaug B. Gröndal, 27.11.2007 kl. 14:56
Takk fyrir þetta Sigurlaug. Þetta er nefnilega óhugnanleg staðreynd sem því miður hefur ekki fengið hljómgrunn sem skildi. Þú nefnir að strákarnir hafi verið mjúkir, mjög listhneigðir. Það er akkúrat þetta að það eru fáir eða þá nokkrir sem fá að vera í friði með það sem þeir eru í raun. Á þetta sérstaklega við um strákana.
Þór Hauksson, 27.11.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.