Yfirfull skrifstofa af

Jólastund sunndagaskólans og Fylkis og jólaball 9. desmber 2007 001Sýnin sem blasti við mér í morgunsárið var ótrúleg.  Ég ætlaði ekki að komast inn á skrifstofu mína fyrir englum sem þar höfðu sest að um stund.  Ég hrökklaðist frá en glaðværar raddir frá skrifstofu minni kölluðu á mig að koma inn.  Þar sem ég er maður ekki mikilla afreka var ég hikandi en afréð að svara kallinu og fara inn.  Jú þarna voru brosmildir englar sem buðu mig velkomin í hópinn.  Ég róaðist mjög að sjá meðal englanna voru öllu jarðneskari menn eins og hirðar og vitringar og þeir hlógu í kátt að ótta mínum.  Eftir nánari eftirgrennslan voru þarna saman komin leikhópurinn Perlan.  Þau voru að undirbúa sig fyrir sýninguna "Sjá ég boða yður mikin fögnuð"

Það var vel á þriðja hundrað börn og fullorðnir sem sjálfviljugir komu á jólastund sunnudagaskólans og Fylkis í Árbæjarkirkju og skemmtu sér hið besta í morgun.

Perlan sló í gegn með leikritið sitt.  Vil ég segja við þá sem ekki hafa séð þessa sýningu ættu að taka sig til og fá hópinn til sín.  Ég er efins um að nær er hægt að komast að einlægninni í túlkun á jólaatburðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband