Afsakið það er fundið pláss!

Jólastund sunndagaskólans og Fylkis og jólaball 9. desmber 2007 004Eins og landsmönnum ætti að vera ljóst koma leik og grunnskólabörnin í heimsókn til okkar í kirkjuna fyrir jólin.  Hér er eitt gullkornið sem ágætur prestur norður í landi deildi með okkur hinum og læt ég það fylgja hér.  Presturinn hafði verið að tala við börnin um að hvergi hafi verið pláss fyrir litla Jesúbarnið. 

Og þá sagði eitt barnið með sinni englaröddu: "En það er pláss fyrir hann hér hjá okkur, hér í Barnaborg."Smile

Er hægt að orða inntak jólanna betur.  Ég hef reynt en þetta slær öllu við!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta eru orð að sönnu.  Orð barnanna eru svo blátt áfram og sönn, beint frá hjartanu að það er ekki annað hægt en að brosa. Það þyrfti að halda til haga svona gullmolum sem koma frá þessu litlu englum.

Sigurlaug B. Gröndal, 19.12.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála síðustu ræðumönnum. Þetta sýnir vel nauðsyn þess að kristin kirkja fái tækifæri til að miðla ungu kynslóðinni fagnaðarerindinu áfram.

Theódór Norðkvist, 22.12.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband