"Vera óviðbúin því besta"

Fjölskylduguðsþjónusta 4. mars á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 030"Jú ég"eins og ekkert væri sjálfsagðara, gall í litlum snáða  á að giska 4 ára með gleraugu sem prúðbúinn sat á gólfinu fyrir framan dúkalagt borð ásamt fleiri prúðbúnum börnum sem fylgdust spennt með framvindu mála.  Tilefnið var skírn og ég var að segja þeim frá frásögunni í Mattheusarguðspjalli þegar Jesú kemur í þorp eitt og lærisveinar hans segja fólkinu að fara í burtu vegna þess að meistari þeirra hefur nóg annað að gera en að blessa börnin þeirra.   Hann skammaði þá og sagði þessi þekktu orð. "Leyfið börnunum að koma til mín...! 

Ég sagði þeim að skírnin væri leyndardómur því að við sjáum ekki Jesú sem tekur barnið  sér í fang og sleppir ekki hendinni af því.  Þá koma þetta "gullna" svar litla snáðans með gleraugun.  "Jú ég sé hann því ég er með gleraugu."

es. Ekki þarf að hafa orð á því en geri það samt að ég fékk að líta í gegnum sjóngler stráksa og hann var hissa á því að ég skyldi ekki sjá Jesú.  Það var kannski vegna þess að hann var of nærri!  Er það ekki þannig alltof oft!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alveg yndislegt. Hann hefur greinilega verið með réttu gleraugun. Ég er að lesa bókina hans Hrafns núna og ég er sammála þér að þessi bók. Hann segir lýsir svo vel staðháttum og mannlýsingar eru svo næmar og sveipaðar hlýju. Það er unun að lesa þessa bók og svo fléttar hann svo skemmtilega inn í frásögnum úr sögunni okkar af mönnum og málefnum sem þarna gerast. Ákaflega vel skrifuð bók að mínu mati. Ég hlakka til að lesa meira eftir hann á þessum nótum.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.1.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband