Færsluflokkur: Dægurmál
29.1.2008 | 14:34
"Vera óviðbúin því besta"
"Jú ég"eins og ekkert væri sjálfsagðara, gall í litlum snáða á að giska 4 ára með gleraugu sem prúðbúinn sat á gólfinu fyrir framan dúkalagt borð ásamt fleiri prúðbúnum börnum sem fylgdust spennt með framvindu mála. Tilefnið var skírn og ég var að segja þeim frá frásögunni í Mattheusarguðspjalli þegar Jesú kemur í þorp eitt og lærisveinar hans segja fólkinu að fara í burtu vegna þess að meistari þeirra hefur nóg annað að gera en að blessa börnin þeirra. Hann skammaði þá og sagði þessi þekktu orð. "Leyfið börnunum að koma til mín...!
Ég sagði þeim að skírnin væri leyndardómur því að við sjáum ekki Jesú sem tekur barnið sér í fang og sleppir ekki hendinni af því. Þá koma þetta "gullna" svar litla snáðans með gleraugun. "Jú ég sé hann því ég er með gleraugu."
es. Ekki þarf að hafa orð á því en geri það samt að ég fékk að líta í gegnum sjóngler stráksa og hann var hissa á því að ég skyldi ekki sjá Jesú. Það var kannski vegna þess að hann var of nærri! Er það ekki þannig alltof oft!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2007 | 14:06
Klemma óttann á milli hins gamla og nýja
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 16:26
Hirðir á lakkskóm
Einhverjum kann að þykja það smávægilegt en það er það alls ekki í huga þess sem þessi ótti hefur tekið sér bólfestu hjá.
Jólin, jóhátíðin er stórfengleg, talar til okkar, snertir okkur hvernig sem ástatt er fyrir okkur. Við lítum við og leggjum við hlustir. Leggjum frá okkur amstur og hversdagsleika dagana.Myrkrið var yfir og allt um kring þegar frelsari heimsins, ljós heimsins fæddist í lágreistu fjárhúsi og lagður var í jötu eins og jólaguðspjall Lúkasar greinir frá. Heimurinn varð ekki samur aftur. Það er þessi kennd sem grípur okkur á jólum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2007 | 17:30
Afsakið það er fundið pláss!
Eins og landsmönnum ætti að vera ljóst koma leik og grunnskólabörnin í heimsókn til okkar í kirkjuna fyrir jólin. Hér er eitt gullkornið sem ágætur prestur norður í landi deildi með okkur hinum og læt ég það fylgja hér. Presturinn hafði verið að tala við börnin um að hvergi hafi verið pláss fyrir litla Jesúbarnið.
Og þá sagði eitt barnið með sinni englaröddu: "En það er pláss fyrir hann hér hjá okkur, hér í Barnaborg."
Er hægt að orða inntak jólanna betur. Ég hef reynt en þetta slær öllu við!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 12:59
"Því miður ekkert pláss"
Á jólunum er gleði og gaman þá hlægja allir og syngja saman.. segir í einu þeirra mörgu jólalaga sem berast á öldum ljósvakans þessi dægrin. Já, það fer ekki framhjá neinum að jólin eru að gera sig ferðbúin og ætlar sér að taka hús hjá hverju og einu okkar. Löngum hefur það verið svo að jólin eru kærkomin gestur sem ber með sér birtu í myrkursins veruleika okkar hér á hjara veraldar. Ytri ásýnd jólanna eru ljósin sem prýða heimili og stofnanir hvert sem litið er. Marglita skraut sem bregða fæti fyrir hversdagsdeginum og gleði söngur fyllir út í hvert rými svo að allt annað verður undan að láta sem ekki kallast á við hátíð þá sem boðar komu jólabarnsins.
Sagt að tímarnir breytast og mennirnir með. Vissulega er það svo að tímarnir breytast og það að við fylgjum með. Eða er það öfugt, við breytumst og tíminn lallar á eftir okkur? Eitt er það sem breytist ekki er jólin að inntaki. Það sem breytist er hin ytri umgjörð. Það sem við hengjum utan á undirbúning þess að taka á móti jólunum. Einhverjum kann það þykja vera að hinu góða og eða hinu slæma. Talandi um undirbúning. Eitt er það sem einkennir hvað mest undirbúning komu jólanna er að halda fast í hefðir fyrri ára. Það er aldrei sem á jólum sem að tíminn aldrei sem fyrr fær að standa í stað eitt augnablik. Við köllumst á við fortíðina. Við lítum til baka allt aftur til æskuára og finnum eitt og annað til sem mögulega gæti snert jólastrengi sem gefa okkur hinn sanna hljóm jólanna. Sá hljómur kann að vera margvíslegur en leitast við að finna hinn sanna tón eða hljóm jólanna. Hver er hinn sanni hljómur jólanna? Er hann til yfir höfuð?Ef við persónugerum jólin og klæðum þau í hátíðarföt þá er hægt að tala um þau sem gest sem beiðist gistingar hjá okkur í nokkra daga. Í fljótu bragði könnumst við ekki við gestinn. Við getum svarað eins og gistihúsa eigandinn forðum daga: Því miður það er ekkert pláss hjá mér. Reyndu að athuga hvort ekki sé pláss hjá Gunnu á fjórðu hæð. Hún er með gestaherbergi. Það fer vel um þig þar. Við lokum hurðinni og höldum áfram að gera það sem við vorum að gera áður en gesturinn bankaði á dyrnar. Nefnilega að undirbúa komu jólanna. Þá er aftur bankað á hurðina. Við leyfum okkur að pirrast á þessari ósvífni að trufla okkur við undirbúning þess að taka á móti jólunum. Hann stendur fyrir framan og enn beiðist gistingar. Segir að hann þurfi ekki á gestaherbergi að halda. Við hleypum honum inn og það er sem allt breytist. Birta vonar breiðir úr sér. Vald myrkursins sem stóð mitt í þeirri trú að það væri algjört hopar og hniprar sig saman úti í horni í þeirri von að gesturinn stoppi stutt við. Kemst að því sér til mikillar armæðu að gesturinn er komin til að vera. Hann er ekki uppáþrengjandi en minnir alltaf á sig á jólum. Jólin er dýrðartími sem okkur er gefin og okkar að þiggja. Á jólum er og á að vera tími þar sem staldrað er við og spurt í einlægni. Hver ertu? Þú sem komst og fæddist í lágreistu fjárhúsi. Hvað hefur þú við okkur að segja? Þú sem breiðir úr sæng vonar yfir tárvotan óttaslegin heim við aðstæður í svo hróplegu ósamræmi efnishyggjunnar sem ríkir í dag. Hann kom í heiminn og hann er í heiminum. Hann knýr á dyrnar ekki aðeins á aðventunni heldur alla daga. Hann beiðist inngöngu ekki aðeins á aðventunni heldur alla daga. Við skynjum og heyrum að það er lágstemmt bankað á dyr hjartna okkar og við eru aldrei fúsari en á þessum dögum að opna þær. Við þurfum ekki að fyrirverða okkur þótt allt sé ekki í röð og reglu. Hann er ekki komin til að hitta fyrir röð og reglu. Það eina sem hann sér ert þú. Hvernig sem þú ert. Ekki eins og þú vildir að þú værir. Ekki eins og þú vildir að væri umhorfs í kringum þig. Heldur eins og þú ert mitt í óreiðu hugsana þinna og væntinga. Þar vill hann eigna sér stað og hvergi annarsstaðar. Þar er að finna boðskap jólanna. Mitt í óreiðu alls rísa jólin upp og vísa okkur veg þann sem við innst inni þráum öll frið. Innra sem ytra með okkur.Myrkrið var yfir og allt um kring þegar frelsari heimsins fæddist í lágreistu fjárhúsi og lagður í jötu. Veröldin var ekki söm aftur. Engin atburður sögunnar hvorki fyrr né síðar er hægt að segja um að heimurinn er ekki samur aftur þótt við tökum þessi hugtök í munn á ögurstundu.Á jólum er gleði og gaman þá syngja allir saman. Megi svo vera hjá þér og þínum þessi jól. Megi góður Guð blessa ykkur og gefa gæfuríka og gleðilega aðventu og jólahátíð.Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 11:08
Dauðans alvara
Það fór ekki mikið fyrir fréttinni um afnám dauðarefsingar í New Jersey ríki. Það fór heldur ekki fagnaðarbylgja um bloggheima. Reyndar hefur aftaka ekki verið framkvæmd í því ríki frá 1963 en hvað um það því ber að fagna að dauðarefsing skuli vera afnumin í einu ríki og vonandi verða þau fleiri sem fara sömu leið. Dauðarefsing er aldrei ásættanleg og það skal aldrei samþykkja þesskonar refsingu. Íslendingar hafa skipað sér í hóp ríkja sem berjast gegn svo ómannúðlegri athöfn sem engin orð fá lýst. Betur má ef duga skal. Stjórnvöld hér á landi eiga sterkum rómi hvar sem er og hvenær sem er fordæma dauðarefsingar. Það er ekki hægt annað en gleðjast yfir þessari frétt sem ekki bar mikið á.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 12:31
Prestar boða (ó) fögnuð!
"Hverjir komu af himnum yfir hirðana á Betlehemsvöllum?" spurðum við leikskólabörnin sem heimsóttu kirkjuna sína í morgun.
Ekki lá á svörum barnanna. "Prestarnir!"
Þetta ágæta svar barnanna á kannski ágætlega við umræðuna síðustu daga. "Verið óhrædd..." ég meina hvað er verið að þvæla englunum um allar koppagrundir miklu frekar skal segja:
"Sjá við erum prestar sem boðum ykkur mikinn fögnuð."
Leikskólabörn skoða fjárhúsið!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 14:09
Yfirfull skrifstofa af
Sýnin sem blasti við mér í morgunsárið var ótrúleg. Ég ætlaði ekki að komast inn á skrifstofu mína fyrir englum sem þar höfðu sest að um stund. Ég hrökklaðist frá en glaðværar raddir frá skrifstofu minni kölluðu á mig að koma inn. Þar sem ég er maður ekki mikilla afreka var ég hikandi en afréð að svara kallinu og fara inn. Jú þarna voru brosmildir englar sem buðu mig velkomin í hópinn. Ég róaðist mjög að sjá meðal englanna voru öllu jarðneskari menn eins og hirðar og vitringar og þeir hlógu í kátt að ótta mínum. Eftir nánari eftirgrennslan voru þarna saman komin leikhópurinn Perlan. Þau voru að undirbúa sig fyrir sýninguna "Sjá ég boða yður mikin fögnuð"
Það var vel á þriðja hundrað börn og fullorðnir sem sjálfviljugir komu á jólastund sunnudagaskólans og Fylkis í Árbæjarkirkju og skemmtu sér hið besta í morgun.
Perlan sló í gegn með leikritið sitt. Vil ég segja við þá sem ekki hafa séð þessa sýningu ættu að taka sig til og fá hópinn til sín. Ég er efins um að nær er hægt að komast að einlægninni í túlkun á jólaatburðinum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 11:56
Ekkert fólk í kirkjunni hvað gerir þú þá?
"Hvað ertu að gera í kirkjunni þegar ekkert fólk er?"spurði ung dama mig í morgun. Hún var ein af 110 börnum í 4 og 6 bekk Selásskóla sem komu í kirkjuna sína í aðventu heimsókn með skólanum sínum.
Leik og grunnskólaheimsóknirnar eru hafnar hjá okkur í Árbæjarkirkju. Næstu vikurnar fram að jólum munum við taka á móti 2000 börnum. Þessar heimsóknir eru alltaf skemmtilegar. Þær eru skemmtilegar vegna þeirrar einlægni sem börnin búa yfir. Stúlkan sem ég sagði frá hafði einlægar áhyggjur af því hvað presturinn væri eiginlega gera í kirkjunni þegar ekkert fólk væri í henni. Ég hef alltaf ætlað mér að skrá hjá mér athugasemdir barnanna í gegnum árin en ekki orðið af efndum. Ég lofa ykkur því að á hverjum degi fram að jólum mun ég birta gullkorn barna sem koma til okkar í kirkjuna.Í þeim efnum æsast leikar verulega þegar leiksskólabörnin mæta á staðinn. "Jesú fæddist í rúmi með engum kodda eða sæng heldur mat kúnna í fjósinu."sagði einn spekingslegur herramaður á að giska 3 ára í óspurðum fréttum í fyrra. Svo er alveg klassískt eins og í morgun að komið er til mín. "Manstu ekki eftir mér" og ég svara jú auðvitað. "Þú skírðir mig." "giftir þú ekki mömmu og pabba.?"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 12:02
Endalausar kirkjuferðir og vanlíðan.
"Sonur minn var að segja mér áðan í óspurðum fréttum hversu mikið hann er búinn að líða fyrir endalausum kirkjuferðum í fleiri fleiri ár." Þessa málsgrein mátti sjá í einu blogginu. Faðirinn klykkti síðan út með því að segja að hann hafi haft hugmynd um það. Ég segi bara. Eiga foreldrar ekki að fylgjast með líðan barna sinna og gæta velferð þeirra eftir bestu getu? Getur verið að vanlíðan drengsins hafi tengst afskiptaleysi föðurins?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)