Færsluflokkur: Dægurmál

Lifi Ríkið!

Ég minnist þess þegar ég og mín fjölskyldaSmileáttum eitt árið heima í USA.  Konan var sem oftar að kaupa í matinn í næstu risastóru hverfisverslun.  Okkur fannst sniðugt og þægilegt að versla allt á sama staðnum og þar á meðal bjór svona einstaka sinnum.  Einn morguninn kl.11.00 rúllar konan  innkaupakerrunni að brosmildum afgreiðslumanninum og ávarpið- Hi HOW Are YOU! kom um leið.  Svarið var "fine" hjá konunni minni.   Allt gekk að óskum þar til að kom að bjórkippunni sem mín elskulega ætlaði að gleðja kallinn sinn með!  (Ég er vel giftur) "Sorry mam you may not buy this!   Það hýrnaði yfir minni yfir þessum almennilegheitum afgreiðslumannsins.  Hún hélt nefnilega að hann væri að biðja hana um að sýna skilríki um að hún væri orðin twenty one!   Konan á fertugsaldri!  Nei alls ekki - það mátti ekki kaupa áfengi fyrir kl.16.00 og ekki eftir 20.00!  Mín elskulega var skipað að fara með kippuna beinustu leið þangað sem hún tók hana.  Röðin á eftir henni við kassann var löng og mörg samúðarfull augu á henni.   Eftir þessa reynslu konu minnar fór ég í næstu vínbúð ef mig langaði í bjór og það sem meira var að þar fékk maður almennilega sérfræðiþjónustu.  Það var gaman að fara að versla.

Nei þetta kom upp í hugan minn þegar ég las um að það lægi fyrir frumvarp um að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum.  Það er einfaldlega ekki sniðugt.  Vínbúðirnar okkar eru flottar eins og þær eru.  Þær eru skipaðar hæfu starfsfólki sem veit hvað það er að tala um!  Lifi Ríkið!


Góðir tónleikar

Var á bráðskemmtilegum tónleikum í Árbæjarkirkju í gærkveldi (10. október)  Fram komu þrír um margt ólíkir kórar.  Kirkjukór Árbæjarkirkju, Landsvirkjunarkórinn og kór eldri félaga Fóstbræðra.  Úr varð hin besta skemmtun.   Ég segi bara meira af þessu og að fleiri sjái sér fært að mæta.Frá tónleikum sem haldnir voru 10.október 2007 022  Stjórnendur kóranna voru hver öðrum skemmtilegri þeir Keith Reed, Jónas Ingimundarson og Krisztina Kalló Szkelnár.   Úr varð hin besta skemmtun og ekki spilltu veitingarnar sem kórfélagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju báru á borð.  Víst er að ekki fóru aukakílóin af þetta kvöldið enda hver er að hugsa um það eftir að hafa hlýtt á fallegan kórsöng.  Ég fékk mér reyndar bara eina pönslu svo eftir var tekið!


Ævintýri

 Hvaða hugmyndir sem við höfum um orsakir hins eða þessa er alltaf hægt að rekja rótarendann til okkar sjálfra.  Við erum orsök og afleiðing samfélags sem er orðin þreytt á sjálfu sér.   Samfélags sem hlustar ekki á sýna innri rödd.   Það má sjá i svo mörgu í okkar daglega lífi sem snýr fram á við og þess sem er á röngunni og við sjáum sjaldnast.    Samfélag sem vill ekki sjá það slæma og ljóta.  Samfélag sem vill ekki horfast í augu við neyð náungans hvort heldur hér heima eða í fjarlægum heimi.  Hvað er betra en að slæva þann  veruleika mannlífsins með síbylju hverskonar bara til þess að þurfa ekki að hugsa og ekki að hlusta.  Bara til þess að þurfa ekki hafa frumkvæði að einhverju sem við vitum ekki hvert leiðir okkur.  Á sama tíma er samfélagið uppfullt af þessari þrá að leita þessa sem við vitum ekki hvert leiðir okkur.  Við lifum í samfélagi sem er harðákveðið í því að allt sem hægt er að gera til efla mannsandann tilheyrir fortíðinni.  Allir sigrar mannsins á náttúru og leitun nýrra landa er að baki.  Löndin sem engin vissi um er byggð.   En það eru til fleirri lönd sem á eftir að nema það er lönd hugans.   Lönd ævintýra sem engin hefur áður komið til og rannsakað.  Það er ævintýri nútíma mannsins.   Heimilisfang ævintýrisins er ekki að finna í símaskránni.  Ævintýrið á sér heimilsfang í huga okkar.   Martröðin á sér sama heimilisfang.  Vandamálið er að ýta á rétta bjöllu og sjá hver kemur til dyra. 

Vitlaus forgangsröðun?

Ferðamyndir Borgarnes  2007 038Lífið er ein stór forgangsröðun meðvituð og eða ómeðvituð.   Forgangsröðun er ekki eitthvað náttúrafl eins og fellibylur og færir allt í kaf eða feykir tilverunni um koll.  Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir því að forgangsraða einhverju í tilveru okkar.  Um mánaðamót stöndum við frammi fyrir því að borga þennan reikningin fremur en hinn látin bíða aðeins lengur.  Þar erum við að forgangsraða væntanlega til þess að hlutirnir gangi upp.  Forgangsröðun er í hinu smæsta og til hins stærsta. Einstaklingar forgangsraðar og stjórnvöld.  Þeir sem ráða för hverju sinni er oftar en ekki miðaldra fólk.  Manneskjur sem telja sig hafa vit og áræðni til að ákveða að hlutirnir eigi að vera svona en ekki hinsegin.   Telja sig vera fær um að forgansraða.  Ef við lítum á forgangsröðun samfélagsins sem settar eru af þeim sem “vitið” hafa, eða þeim sem ráða hverju sinni  þá læðist stundum óneitanlega að manni sá grunur að vit-laust hafi verið farið framúr að morgni lífs þeirra. Hver er forgangröðun samfélagsins hjá okkur?  Forgangsröðunin fyrir kosningar eru það að efla öldunarþjónustu og fjölga leiksskólum.   Í raun er það ekki það að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld heldur miklu fremur ævikvöl.  Það er ekki það að hlúð sé að börnunum og þeim sem annast þau á meðan við hin erum að klóra okkur í höfðinu yfir því á hvern hátt við eigum að forgangsraða.    Miklu frekar á hvern hátt er hægt að komast sem ódýrast frá því að sinna þeim þeirra þörfum.    Það er því miður hugsjónarstarf í samfélagi okkar að annast þá sem hafa skilað sínu til samfélagsins og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.    Það er að bera í bakkfullan lækinn að ræða hér um launakjör og aðbúnað þessa fólks sem af hugsjón (því ekki eru það launin) sem sinna þessum störfum.  Það er ekki það að það er ekki til peningar.  Af þeim virðist vera nóg það sína afkomu tölur banka og annarra fyrirtækja svo mjög að þau vita ekki hvar hægt er að koma þeim fyrir.  Allt er gert af yfirvöldum til að þau geti blómstrað og skartað fínum tölum opinberlega og er það hið besta mál ef að eitthvað af þessu gæti mögulega ratað í vasa þeirra sem minnst hafa vegna starfa með þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Forgangsröðunin er sú að þeir sem þéna mest fái sem mestan frið við það og þeir sem minnst hafa úr býtum haldi sig þar.  Því er ekki sagt að ef hreyft verður við því fellur allt um koll. Er ekki komin timi til að forgangsraða á annan hátt en verið hefur í hinu smæsta og hinu stærsta.  Til þess að forgangsraða hinu stærsta sem er auðveldast að horfa á og skeyta skapi sínu á.  Þurfum við að byrja heima og spyrja okkur á hvern hátt get ég og mínir breytt forgangsröðun þeirri sem við höfum komið okkur upp á ómeðvitaðan og eða meðvitaðan hátt?


Hlátur er hrökk!

Ef þú vissir það ekki þegar þá er hlátur-Hrökk!  Var á stórskemmtilegum fyrirlestri hjá Valgerði Snæland Jónsdóttur, skólastjóra.  Hún hefur um árabil rannsakað þetta fyrirbæri sem kallast hlátur.   Við höfum oft heyrt að hláturinn lengir lífið.  En að hlátur væri hrökk hafði ég ekki heyrt áður.  Hláturinn er líffræðilegur taugaboð...kann ekki að segja það en niðurstaðan er sú að hvert skipti sem við förum að hlægja erum við að hrökkva við!


Aldrei!

Vonandi verður þessi hugmynd Björn Bjarnasonar aldrei að veruleika í íslensku samfélagi.  Einkarekin fangelsi er eitthvað sem ekki fær staðist í raunveruleikanum.  Þetta hefur verið reynt í Bandaríkjunum og engar góðar sögur eru að heyra frá þeim.   Í einkarekstri er auðvitað reynt að hámarka gróðan af rekstrinum og allra leiða leitað til þess að svo megi vera.   Fangelsi hefur ekkert með einkarekstur að gera.  Fangelsi eiga að vera betrunarstofnanir sem kappkosta að lágmarka þann fjölda sem kemur aftur inn.  Hagur einkarekins fangelsis hlýtur að vera að hámarka nýtinguna aftur og aftur. 


Búið að verðleggja ísl-enskuna!

Þá er búið að setja verðmiða á íslenskuna.  Hún kostar heilar þrjár milljónir(sic) Án gríns þá er þetta gott mál hjá Bubba að vekja athygli á þessari óheilla þróun með enska hrákasmíð íslenskra tónlistamanna!


"Heimurinn er eitt herbergi"

55240008Heimurinn er eitt herbergi, sagði einhver snjall hugsuður seint á síðustu öld.  Kannski aldrei sem nú eiga þessi orð rúm í huga okkar sem hafa horft á hörmungaratburði þá sem eiga sér stað í Myanmar. (Burma)V Herbergið fyllt af ótta, reiði og vantrú á það sem fyrir augu ber.  Andrúmsloftið óþægilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Ef heimurinn er eitt herbergi þá þurfum við að gera ráð fyrir því að lausn á vandanum sé ekki að finna fyrir utan það herbergi, heldur innan veggja þess einfaldlega vegna þess að vandinn á sér rætur þar.  Ekki eitthvað utanaðkomandi, ókunnugt afl.Sagt hefur verið að í herbergi þar sem tveir eru saman komnir séu sex manneskjur.  Ég endurtek sex manneskjur.   Hver manneskja um sig er a) sú sem hún heldur sig vera, b) sú sem hin heldur hana vera, og c) sú sem hún er.   Og þessar manneskjur geta verið harla ólíkar.  Þess vegna er ekki gott að sjá í fljótu bragði hver lífsafstaða okkar er í raun.  Það er ef til vill helst ef við lítum farinn veg að við sjáum hver herra okkar var og er hugsanlega enn.  Hvað skiptir okkur mestu máli öll árin?  Er það auður?  Eiga í sig og á?   Lifa í friði við “herbergisfélaga” okkar? og þannig getum við haldið áfram.

Viðbrögð okkar gagnvart umhverfinu, náunganum og lífssýn trúar eða trúleysis fer oftar en ekki eftir hlutskipti okkar í lífinu.  Sumir fæðast inn í veraldlegan ríkdóm, meðan hluti jarðarbúa fæðast inn í veraldlega fátækt.  Veröldin er ekki svört – hvít ræma. 

 


Fermingarfræðslan

Fermingarrnámskeið ágúst 2007 002Mikið óskaplega er gaman að fá að umgangast unga fólkið  sem eru að fermast næsta vor hjá okkur í Árbæjarkirkju.  Af því tilefni læt ég eina mynd fylgja með þessari færslu.  Þarna má aðeins sjá hluta af þeim börnum sem ganga til okkar prestana og fræðarana sem aðstoða okkur við fræðsluna.  Ekki láta myndina blekkja ykkur að börnin sitji prúð og "hlusti" á okkur prestana þylja yfir þeim lærdóminn.  Í Árbæjarsöfnuði kappkostum við að hafa fræðsluna lifandi og "skemmtilega."  Fermingarveturinn á að vera eftirminnilegur í huga barnanna.   Ekki eitthvað sem vert er að gleyma helst í gær.    Við notum umhverfi kirkjunnar eins og dalinn eins og við mögulega getum og reynum að hafa fræðsluna lifandi og ekki síst gefandi fyrir okkur sjálf og börnin.  Síðan erum við með fræðslu fyrir foreldrana.   Lítið á heimasíðuna.

Skólarnir byrjaðir og krónan útskrifuð af reikningnum.

Þessa dagana er allt að komast í "eðlilegar" skorður.  Yngsti strákurinn minn kvartaði um daginn að það væri erfitt að fara sofa snemma til að mæta í skólann.  Það er bara eins og fyrsta haustlægðin.  "Vont en það venst."   Hann var að byrja í 8 bekk.  Miðstrákurinn byrja í Versló og sá elsti erlendis í læknanámi.  Okkur hjónunum reiknaðist til að það kostar okkur að koma þessum tveimur sem heima eru í skólann með öllu tilheyrandi (sá í menntaskólanum fjárfesti í fartölvu með fulltingi okkar foreldrana) vel á þriðja hundraðið þúsunda.  Við erum svo lánsöm að hafa heilsu og í góðri vinnu þannig að við klofum þennan "fjár-skafl" erum ekki spóla í honum fram eftir vetri.  Óneitanlega verðum manni hugsað til einstæðra foreldra og þeirra sem skipa hóp lágtekjufólks hvernig í ósköpunum fara þau að í samfélagi kröfunar verða þau ekki eftir í "skaflinum?"  Ég held við hjónin höfum ekkert verið að bruðla.  Keyptum nákvæmlega það sem við fengum upplýsingar um frá skólunum.  Fatakaup voru gerð fyrr í sumar.  Fartölvan er víst algjört "möst" í framhaldsskólum dagsins í dag.   Keyptum skóladótið þar sem verðið var hagstæðast en samt...ég veit að tölvan tekur stóran sess í skólastartinu þetta haustið.  Sorglegasta af öllu þykir mér að heyra að sum börn sitji hjá í mötuneytum skólanna vegna þess að þau hafa ekki efni á að kaupa heita máltíð í hádeginu.

es. Var að fá þær fréttir að miðstrákurinn þyrfti nýja tösku sem gæti hýst tölvuna.  Það kom mér ekkert á óvart.  Ég er ekki fæddur í gær!  Þetta er alltaf svona og það verður meira!  Það er dásamlegt vegna þess að "skaflarnir" verða fleiri í vetur þrátt fyrir glópalworming, en ekki eins stórir og byrjun skólans.  Þannig að maður er ekkert að kvarta að allt sé komið í fastar skorður!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband