Bíða eftir strætó!

Ung kona kom í ákveðna verslun hér í borg og keypti fataskáp.  Afgreiðslumaðurinn sannfærði konuna um að það væri ekkert mál að segja hann saman.  Sæl og glöð fór hún heim með vöruna.  Næsta dag kemur hún aftur og hittir fyrir afgreiðslumanninn.  Hún segir honum frá því að ekki hafi gengið eins og hún ætlaði með skápinn.  Hún hafi samkvæmt leiðbeiningum sett hann saman.  Hvert skipti sem strætó keyrði hjá hrundi skápurinn.  Afgreiðslumaðurinn sagðist barasta koma eftir vinnu og leysa málið fyrir hana.  Um kvöldmatarleytið er hann mættur og tekur til við að skrúfa skápinn saman.    Þegar hann var búin að því biður hann konuna um vasljós vegna þess að hann ætlar að vera inni í skápnum þegar strætó keyrði hjá og sjá hvað veldur hruni skápsins.  Hann fær vasaljós og fer inn í skápinn.  Þar bíður hann nokkra stund þegar allt í einu hurðin á skápnum er fruntalega rifin upp.  Fyrir utan stóð eiginmaður konunnar rauður af bræði og öskrar á afgreiðslumanninn Hvað í ósköpunum hann væri að gera í skápnum!  Titrandi röddu, skelfingu lostinn sagði hann.  "Ég...ég... er að bíða eftir strætó!!Whistling 

Bara einn léttan í rigningunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þessi er góður! Það veitir nú ekki af að fá smá glens og gaman á svona rigningadögum. Þú sérð það að þetta svínvirkar, nú er farið að kólna og snjóa og þá birtir. Lengi lifi snjórinn! Kærar kveðjur.

Sigurlaug B. Gröndal, 26.10.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Þór Hauksson

Sæl Sigurlaug,

já ég hnaut um þessa sögu um daginn og fannst gráupplagt að deila henni með þeim sem vilja lesa!

Kærar kveðjur

Þór Hauksson, 30.10.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband