"Jólaaa hvað"

Ég átti leið um laugaveginn snemma í morgun í kalsa veðri og dumbungi.  Veðurenglarnir einhvern vegin farið vitlaust úr rúmi þessa dagana.  Þá birti yfir mér hið innra.  Ég sá nefnilega að byrjað er að undirbúa uppsetningu (ætla varla að þora að segja það en gerið það samt) jólaljósa.   Innan skamms byrjar samkór þeirra sem syngja um að það eigi ekki að tendra á þessum ljósum fyrr en í byrjun desember í byrjun aðventu og helst af öllu slökkva á þeim strax um áramótin.  Ég hef eflaust einhvern tíma sungið annan tenór í þessum kór.  Í dag hef ég skipt um kór- er í margradda kór sem finnst gott að lýsa upp skammdegið - afhverju ekki sem allra fyrst!  Ljósið hefur aldrei fælt mig frá! 

Nema ljósabekkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Fyrir mörgum árum var ég óskaplega á móti því að koma með jólaljósin svona snemma. Ég ólst upp við það að þau voru sett upp á Þorláksmessu og ekki kveikt á þeim fyrr en kl. 6:00 á aðfangadagskvöld þegar jólin voru hringd inn. Lengi hélt ég þessum sið. En með árunum breyttist þetta og með ógrynni af úrvali ljósasería sem fást í dag eru þessi ljós kærkomin og lýsa upp svartasta skammdegið, ég tala nú ekki núna þegar við höfum fengið stóran skammt af rignignarsudda og myrkri. Hins vegar er ég ekki hrifin af því að sjá jólaútstillingar á jólavörum upp úr miðjum október og heyra jólalög spiluð á þeim tíma. Þar finnst mér of langt gengið. Upp með ljósin, Þór, nú skulum við lýsa upp umhverfið (meðan rafmagn er enn ódýrt).

Sigurlaug B. Gröndal, 1.11.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband