14.11.2007 | 21:03
Vér mótmælum öll
Var rétt í þessu að koma af fundi. Fundurinn átti sér reyndar stað 1851 (Þjóðfundurinn) ég hef verið á honum áður fyrir sem áheyrnarfulltrúi og fannst lítið til koma. Ég man að þá hugsaði ég og skrifaði á prófi. "Hvað skiptir mig máli einhver rykfallinn fundur átjánhundruð og súrkál" og ég þóttist góður. Ég var rétt í þessu að endurnýja kynni mín af þessum fundi. Sonur minn 13 ára er að fara í próf á morgun og bað mig að fara í smá ferð með sér um íslandssöguna. Þegar "heim" var komið og ég með snert af þjóðarrembingi!
Einhver segði að það væri merki um þroska hjá mér að standa sjálfan mig að því að komast að því að þessi fundur skipti miklu máli fyrir þroska þjóðar og vitundar. Því sem næst grátklökkur greip ég í nokkura daga gamalt dagblað og brotlenti "med de samme" Mikið ofboðslega er ég fegin að Jón forseti átti ekki leið um Kópavoginn og Garðabæinn um helgina. Í stað þess að vera heima, lesa og hugsa um það sem hefur gert okkur að þjóð skulum við hlaupa til ef einhver erlend verslunarkeðja lætur svo litið að auglýsa 20% afslátt af...
Þýðir lítið að segja frekar en á fundinum áðurnefnda "Vér mótmælum allir" eða eins og nútíminn segir-"Vér mótmælum öll"
er ekki nóg komið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.