26.11.2007 | 11:25
Fátækt hugans í sérsniðnum fötum helstu hönnuða þessa heims.
Að finna til öryggis ætti að vera skilgetið afkvæmi þessa að við skulum sannfæra okkur um að við stöndum framalega á flestum veraldlegum sviðum mannlegs lífs í samanburði þjóða. En það er ekki svo og eflaust hefur það aldrei verið fullkomlega og mun ekki verða fullkomlega svo að hægt er að finna til öryggis. Þrátt fyrir allt okkar brölt í gegnum tíðina að berjast úr fátækt til ríkisdæmis er eins og eitthvað vantar og við leitum í dyrum og dyngjum af þessu einhverju sem við kunnum ekki að nefna eða þorum því ekki vegna þess að við kunnum að óttast það sem við verðum áskynja. Við viljum ekki leggja frá okkur byrgðar þær sem við höfum hlaðið á okkur af ótta við að tapa því sem við höfum.
Samfélag nútímans er hlaðið kaunum öryggisleysis, vansældar og krepptum hnefa eignaréttarins fram yfir náungann og þarfir hans og er ég þá ekki með neitt svartsýnishjal staðreyndirnar tala sínu máli. Einmanaleiki, fíkniefnanotkun, misnotkun hverskonar sem sífellt leitar niður á við í aldri, vonleysi og uppgjöf er bróðir og systir alls hins besta eins og möguleiki til menntunar, möguleiki til þess að leyfa draumum sínum að rætast sem áður fengu ekki svigrúm til vegna fátæktar í samfélagi okkar. Allt þetta sem var er til í dag en í annarri mynd sem fæst helst ekki framkölluð í huga. Þessi önnur mynd er fátækt hugans íklædd sérsniðnum fötum helstu hönnuða þessa heims.
Lífið í dag er safn digital mynda þar sem ekkert er auðveldara en að eyða ef myndin passar ekki inn í þann veruleika sem við viljum helst lifa í og sjá fyrir okkur. Framköllum á pappír drauma okkar. Við sjáum og heyrum af háum hýsum lúxusíbúða svo hátt uppi að ekki þarf að horfa á þá sem neðar eru og lifa á degi hverjum við það að horfa inn á nágrannann. Heldur er það hafið og blámi fjalla sem þeim er skammtað sem lifa praktuglega vellystingum og er það gott. Hver vill ekki hafa hafið og skipin fyrir augum sem móð ösla sjóinn með nýjasta nýtt frá heiminum handan fjallanna svo að við sem lifum á mörkum þess byggilega mættum verða ánægð-ánægðari í dag en í gær og þar er engin endir á og hvað þá upphaf sem engin ómakar sig við að gæta að hver var.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.