"Heimurinn er eitt herbergi"

55240008Heimurinn er eitt herbergi, sagði einhver snjall hugsuður seint á síðustu öld.  Kannski aldrei sem nú eiga þessi orð rúm í huga okkar sem hafa horft á hörmungaratburði þá sem eiga sér stað í Myanmar. (Burma)V Herbergið fyllt af ótta, reiði og vantrú á það sem fyrir augu ber.  Andrúmsloftið óþægilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Ef heimurinn er eitt herbergi þá þurfum við að gera ráð fyrir því að lausn á vandanum sé ekki að finna fyrir utan það herbergi, heldur innan veggja þess einfaldlega vegna þess að vandinn á sér rætur þar.  Ekki eitthvað utanaðkomandi, ókunnugt afl.Sagt hefur verið að í herbergi þar sem tveir eru saman komnir séu sex manneskjur.  Ég endurtek sex manneskjur.   Hver manneskja um sig er a) sú sem hún heldur sig vera, b) sú sem hin heldur hana vera, og c) sú sem hún er.   Og þessar manneskjur geta verið harla ólíkar.  Þess vegna er ekki gott að sjá í fljótu bragði hver lífsafstaða okkar er í raun.  Það er ef til vill helst ef við lítum farinn veg að við sjáum hver herra okkar var og er hugsanlega enn.  Hvað skiptir okkur mestu máli öll árin?  Er það auður?  Eiga í sig og á?   Lifa í friði við “herbergisfélaga” okkar? og þannig getum við haldið áfram.

Viðbrögð okkar gagnvart umhverfinu, náunganum og lífssýn trúar eða trúleysis fer oftar en ekki eftir hlutskipti okkar í lífinu.  Sumir fæðast inn í veraldlegan ríkdóm, meðan hluti jarðarbúa fæðast inn í veraldlega fátækt.  Veröldin er ekki svört – hvít ræma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband