Lifi Ríkið!

Ég minnist þess þegar ég og mín fjölskyldaSmileáttum eitt árið heima í USA.  Konan var sem oftar að kaupa í matinn í næstu risastóru hverfisverslun.  Okkur fannst sniðugt og þægilegt að versla allt á sama staðnum og þar á meðal bjór svona einstaka sinnum.  Einn morguninn kl.11.00 rúllar konan  innkaupakerrunni að brosmildum afgreiðslumanninum og ávarpið- Hi HOW Are YOU! kom um leið.  Svarið var "fine" hjá konunni minni.   Allt gekk að óskum þar til að kom að bjórkippunni sem mín elskulega ætlaði að gleðja kallinn sinn með!  (Ég er vel giftur) "Sorry mam you may not buy this!   Það hýrnaði yfir minni yfir þessum almennilegheitum afgreiðslumannsins.  Hún hélt nefnilega að hann væri að biðja hana um að sýna skilríki um að hún væri orðin twenty one!   Konan á fertugsaldri!  Nei alls ekki - það mátti ekki kaupa áfengi fyrir kl.16.00 og ekki eftir 20.00!  Mín elskulega var skipað að fara með kippuna beinustu leið þangað sem hún tók hana.  Röðin á eftir henni við kassann var löng og mörg samúðarfull augu á henni.   Eftir þessa reynslu konu minnar fór ég í næstu vínbúð ef mig langaði í bjór og það sem meira var að þar fékk maður almennilega sérfræðiþjónustu.  Það var gaman að fara að versla.

Nei þetta kom upp í hugan minn þegar ég las um að það lægi fyrir frumvarp um að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum.  Það er einfaldlega ekki sniðugt.  Vínbúðirnar okkar eru flottar eins og þær eru.  Þær eru skipaðar hæfu starfsfólki sem veit hvað það er að tala um!  Lifi Ríkið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þetta innlegg.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir þetta Þór. Ég er sammála þér með ríkið. Það lifi. Eins og starfsmannaskortur hefur verið viðloðandi verslanir núna tel ég ekki tímabært né hreinlega vit í að hafa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Meðan fjöldi starfsmanna, sem því miður þekkja ekki nöfnin á broccoli, blómkáli eða annarri algengri matvöru þá á hitt ekkert heima þar. Lifi ríkið!

Sigurlaug B. Gröndal, 12.10.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband