Af "léttmessum" og öðrum messum!

Fjölskylduguðsþjónusta 4. mars á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 021Mig minnir (það er engin glóbal warming í mínum huga - fennir fljótt yfir)að það hafi verið fyrir átta árum síðan að ég og Guðni Már Harðarson þáverandi æskulýðsleiðtogi Árbæjarkirkju og núverandi skólaprestur settumst niður og köstuðum á milli okkar spurningunni á hvern hátt getum við höfðað til yngra fólks í guðsþjónustunni?   Við vissum alveg að við vorum ekki að fara finna upp á hjólinu.  Það lá beinast við að hafa guðsþjónustur með "léttara" sniði.  Fá til liðs við okkur tónlistafólk úr dægurgeiranum.  Það ættu að vera kvöldmessur fyrsta sunnudag hvers mánaðar osfrv.  Við ákváðum að kalla þessar guðsþjónustur "Léttmessur" það átti eftir að fara í taugarnar á mörgum kolleganum og gerir víst enn hjá einhverjum.  Það leið að fyrstu "léttmessunni" og við félagar vorum með "frumsýningarskrekk" ekki það að þetta hafi ekki verið reynt áður - sr, Sigurður Haukur heitinn með poppmessur og mörg önnur form að guðsþjónustum hafa komið fram í gegnum árin.  Það leið að þeirri fyrstu og kirkjan yfirfylltist af fólki - það voru ekki næg sæti fyrir alla en Árbæjarkirkja tekur í sæti hátt á fjórða hundraðið.  Núna átta árum seinna höldum við enn úti þessum messum og alltaf er ekki færra en 200 til 300 manns sem sækja þær.  Upphaflega áttu þær að höfða til yngra fólks en reyndin hefur verið sú að ungir sem aldnir finna sig í þessum messum og hafa ánægju af.  Í gær sunnudaginn 4. nóvember á Allra Heilagra messu vorum við með tónlistamanninn Kristján Kristjánsson - KK.  Flutti hann lög eins og "Paradís" "Nú vil ég enn í nafni þínu" "When I think of Angels" og "Svona eru menn."  Þarf ekki að hafa orð á að flutningur hans var stórkostlegur og talaði vel inní vel heppnað kvöld í kirkjunni.  Dagur og kvöld sem mörgum var erfiður sem hefur misst ástvin og syrgir.

Léttmessurnar eru komnar til að vera ásamt klassísku guðsþjónustunum sem boðið er upp á í Árbæjarkirkju.   Það skemmtilegasta við þessar messur er það sem við lögðum af stað með að höfða til yngra fólksins er að þeir sem eldri eru finna sig jafnvel í þessum messum.  Það er ekki gefin neinn "afsláttur" af orðinu sem flutt eru í þessum messum nema síður sé.  Léttleikinn felst í forminu sem er afslappaðra en venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er gaman að heyra þetta. Þetta er það sem við erum að skoða nokkur í Þorlákskirkju. Hvernig fáum við unga fólkið með okkur. Í gegnum tónlistina. Það er svo mikið til af ungu fólki sem meðal annars eru í tónlistarnámi eða er að spila í bílskúrum. Það er gaman að fá þau í lið með sér og syngja. 2 ungir herrar spiluðu á gítar og trommur ásamt orgeli kirkjunnar undir  söng kirkjukórsins í upphafi Aftansöngs á aðfangadag í fyrra. Það var ánægjuleg stund og mæltist vel fyrir. Enda kemur skýrt fram í Biblíunni að fólk eigi að vera glatt, syngja og lofa Guð.  Bæði formin þurfa að vera í notkun. Hvað ungur nemur, gamall temur og best er þegar allar kynslóðir njóta sýn saman í kirkjunni. Þetta er frábært hjá ykkur Þór.

Sigurlaug B. Gröndal, 5.11.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Þór Hauksson

Ég hvet ykkur áfram í þessu og hafa þolinmæði.  Áður en við byrjuðum með léttmessunar höfðum við prófa ýmislegt en ekkert gekk.  Við héldum áfram og þetta hefur gengið upp hjá okkur.  Best er að hafa ákveðin tíma(fastan) eins og við með léttmessurnar (fysta sunnudagskvöld hvers mánaðar!

Þór Hauksson, 5.11.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband