Af "léttmessum" og öðrum messum!

Fjölskylduguðsþjónusta 4. mars á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 021Mig minnir (það er engin glóbal warming í mínum huga - fennir fljótt yfir)að það hafi verið fyrir átta árum síðan að ég og Guðni Már Harðarson þáverandi æskulýðsleiðtogi Árbæjarkirkju og núverandi skólaprestur settumst niður og köstuðum á milli okkar spurningunni á hvern hátt getum við höfðað til yngra fólks í guðsþjónustunni?   Við vissum alveg að við vorum ekki að fara finna upp á hjólinu.  Það lá beinast við að hafa guðsþjónustur með "léttara" sniði.  Fá til liðs við okkur tónlistafólk úr dægurgeiranum.  Það ættu að vera kvöldmessur fyrsta sunnudag hvers mánaðar osfrv.  Við ákváðum að kalla þessar guðsþjónustur "Léttmessur" það átti eftir að fara í taugarnar á mörgum kolleganum og gerir víst enn hjá einhverjum.  Það leið að fyrstu "léttmessunni" og við félagar vorum með "frumsýningarskrekk" ekki það að þetta hafi ekki verið reynt áður - sr, Sigurður Haukur heitinn með poppmessur og mörg önnur form að guðsþjónustum hafa komið fram í gegnum árin.  Það leið að þeirri fyrstu og kirkjan yfirfylltist af fólki - það voru ekki næg sæti fyrir alla en Árbæjarkirkja tekur í sæti hátt á fjórða hundraðið.  Núna átta árum seinna höldum við enn úti þessum messum og alltaf er ekki færra en 200 til 300 manns sem sækja þær.  Upphaflega áttu þær að höfða til yngra fólks en reyndin hefur verið sú að ungir sem aldnir finna sig í þessum messum og hafa ánægju af.  Í gær sunnudaginn 4. nóvember á Allra Heilagra messu vorum við með tónlistamanninn Kristján Kristjánsson - KK.  Flutti hann lög eins og "Paradís" "Nú vil ég enn í nafni þínu" "When I think of Angels" og "Svona eru menn."  Þarf ekki að hafa orð á að flutningur hans var stórkostlegur og talaði vel inní vel heppnað kvöld í kirkjunni.  Dagur og kvöld sem mörgum var erfiður sem hefur misst ástvin og syrgir.

Léttmessurnar eru komnar til að vera ásamt klassísku guðsþjónustunum sem boðið er upp á í Árbæjarkirkju.   Það skemmtilegasta við þessar messur er það sem við lögðum af stað með að höfða til yngra fólksins er að þeir sem eldri eru finna sig jafnvel í þessum messum.  Það er ekki gefin neinn "afsláttur" af orðinu sem flutt eru í þessum messum nema síður sé.  Léttleikinn felst í forminu sem er afslappaðra en venjulega.


"Jólaaa hvað"

Ég átti leið um laugaveginn snemma í morgun í kalsa veðri og dumbungi.  Veðurenglarnir einhvern vegin farið vitlaust úr rúmi þessa dagana.  Þá birti yfir mér hið innra.  Ég sá nefnilega að byrjað er að undirbúa uppsetningu (ætla varla að þora að segja það en gerið það samt) jólaljósa.   Innan skamms byrjar samkór þeirra sem syngja um að það eigi ekki að tendra á þessum ljósum fyrr en í byrjun desember í byrjun aðventu og helst af öllu slökkva á þeim strax um áramótin.  Ég hef eflaust einhvern tíma sungið annan tenór í þessum kór.  Í dag hef ég skipt um kór- er í margradda kór sem finnst gott að lýsa upp skammdegið - afhverju ekki sem allra fyrst!  Ljósið hefur aldrei fælt mig frá! 

Nema ljósabekkir.


Bíða eftir strætó!

Ung kona kom í ákveðna verslun hér í borg og keypti fataskáp.  Afgreiðslumaðurinn sannfærði konuna um að það væri ekkert mál að segja hann saman.  Sæl og glöð fór hún heim með vöruna.  Næsta dag kemur hún aftur og hittir fyrir afgreiðslumanninn.  Hún segir honum frá því að ekki hafi gengið eins og hún ætlaði með skápinn.  Hún hafi samkvæmt leiðbeiningum sett hann saman.  Hvert skipti sem strætó keyrði hjá hrundi skápurinn.  Afgreiðslumaðurinn sagðist barasta koma eftir vinnu og leysa málið fyrir hana.  Um kvöldmatarleytið er hann mættur og tekur til við að skrúfa skápinn saman.    Þegar hann var búin að því biður hann konuna um vasljós vegna þess að hann ætlar að vera inni í skápnum þegar strætó keyrði hjá og sjá hvað veldur hruni skápsins.  Hann fær vasaljós og fer inn í skápinn.  Þar bíður hann nokkra stund þegar allt í einu hurðin á skápnum er fruntalega rifin upp.  Fyrir utan stóð eiginmaður konunnar rauður af bræði og öskrar á afgreiðslumanninn Hvað í ósköpunum hann væri að gera í skápnum!  Titrandi röddu, skelfingu lostinn sagði hann.  "Ég...ég... er að bíða eftir strætó!!Whistling 

Bara einn léttan í rigningunni!


"Er það eitthvað í sambandi við svarta dauða"

“Asa sótt” hvað er það? byrjaði sr. Bernharður Guðmundsson þáverandi skólastjóri Skálholtsskóla hvern dag á að spyrja þá fimm hópa fermingarbarna Árbæjarsafnaðar sem um árið sóttu heim staðinn í dagsnámskeið ásamt prestum sínum.    Þessi sena kom upp í hugan í síðustu viku þegar ég fór um eina 6 flugvelli á einni viku.   Ungmennin sem nokkru áður höfðu ruðsFíkniefnafræðsal 07. febrúar 2007 008t út úr rútunni og hlaupið við fót til kirkju þar sem samvera dagsins hófst hafa væntanlega velt fyrir sér hvaða gráhærði “forngripur” þetta væri sem ávarpaði þau í kyrrlátum rökkvuðum helgidómi Skálholtskirkju með þessum orðum hvað er “asa-sótt.”   Mér var litið yfir hópinn og á svipbrigðum þeirra mátti greina textann í laginu “þetta fullorðna fólk er svo skrítið...”   Kannski ekki góð byrjun í huga einhverra þeirra ungmenna sem þarna komu á stað sem sum hver höfðu aldrei komið til áður og vissu ekki hvers var að vænta.  Þá gerist það á miðvikudegi rétt þegar þriðji hópurinn af fimm var nýbúin að koma sér fyrir í virðulegri og hlýlegri kirkjunni.  Kirkjunni sem eins og í fjarlægð sveitarinnar vakir yfir henni langt að séð, að sr. Bernharður fær loks svar við spurningunni, “hvað er asa-sótt?”   Tekið tillit til sögu staðarins og mystiskri kyrrð kirkjunnar með steindum gluggum sínum, kyrrlátu kertaljósum og umfaðmandi sveitinni kann svarið að hafa verið “sótt” til fortíðar.  Slánalegur gaur með úfið dökkt hár rétti upp hönd um leið og hann sagði í “dauðans alvöru”  - “er það ekki eitthvað í sambandi við svarta dauða?”  Það verður sagt Bernharði til hróss  að hann hélt andlitinu.  Hann leiddi ungmennin í sannleikann um að þessi “sótt” ætti ekki frekar uppruna sinn að rekja til myrkra miðalda heldur sótt sem herjaði á í dag.  Það er engin óhult/ur fyrir þeirri sótt.   Hvort það var orðum sr. Bernharðs að þakka eða óútskýranlegri “flauels” líkri helgi og kyrrð Skálholtsstaðar sem tók á móti “asa-sóttugum” ungmennum og prestum þeirra eina dagstund miðjan október mánaðar líkt og fyrir töfra færði okkur á “milli tveggja samsíða heima.”   Birta dagsins var römmuð inn með myrkri morgunsins og húmi kveldsins.  Ungmennin og prestarnir afklæddust einum mesta lesti nútímamanns tímaleysinu -“asa sóttinni.”   Þau voru um stund viðbót af langri og viðburðarríkri sögu Skálholtsstaðar og þjóðarinnar allrar.   Hlýddu á ástarsögu þá sem hvílt hefur í huga íslendinga um aldir. Ástarsögu Ragnheiðar “biskupsdóttur” og Daða Halldórssonar og örlög þau sem ást þeirra skóp þeim.   Þau hlustuðu því “asa-sóttinn” var farin í bæinn hafði fengið sér far með rútunni.   Þau voru kyrrlát eins og logi á kerti á altari.  Kæmi “asinn” til baka um kvöldið með rútunni?   Hugsaði ég þegar ég stóð úti á tröppum kirkjunnar og kyrrðin sótti að mér.   Þvílík auðlegð er kyrrðin annars.   Kyrrðin og þögnin er okkar auðlegð og af henni er nóg.  “Skyldi Ragnheiður hafa svarið rangan eið?” spurði stúlka vinkonu sína þar sem þær klufu lyngt sveitarloftið á leið sinni í síðdegiskaffi.  Fyrr um daginn fengu þau meðal annars að dveljast ein – allveg alein í kirkjunni með sínar bænir - bara þau og Guð almáttugur.   Flest hafa þau hugsað og ein spurði -“treystið þið okkur okkur að vera allveg alein í kirkjunni?”  Efasemdar hljómur fyllti röddina.  Einhver velti fyrir sér hvort komið hefði verið fyrir alsjándi rafeindar auga, það gæti ekki verið að þeim væri treyst.  Eina alsjáandi augað voru augu Guðs sem hvíldu á þessum ungmennum sem afklæðst höfðu “asa-sóttinni” eina dagstund - sem tengist ekki á nokkurn hátt svarta dauða.   

Snyrtivörur karla

Var að koma heim eftir ferð til Svíðþjóðar og Ungverjaland.  Við hjónin dvöldumst nokkra daga í Debrecen þar sem elsti sonur okkar stundar læknanám.  Debrecen er borg sem kemur skemmtilega á óvart.  Það var nú ekki það sem ég ætlaði að tala um.  Ég eins og yfirskriftin segir til um ætla aðeins að ræða um snyrtivörur karla.

Sú var tíðin að framleiðendur snyrtivara beindu nær einvörðungu sjónum sínum að kvenþjóðinni.  Ég komst að því í sumar að það hefur nú aldeilis breyst.  Það sem meira að það hefur algjörlega farið framhjá mér og engin haft fyrir því að segja mér frá því fyrr en í sumar sem leið.  Það kom upp í hugan minn þegar ég var staddur núna um daginn í Fríhöfninni í flugstöð Leibba.   Fyrr í sumar fór fjölskyldan sem telur mig konu mína foreldra hennar og tvo syni sem eftir eru á heimilinu sá eldir 16 ára og sá yngri 13 ára.  Þar sem ég stend fyrir framan hilluna sem geymir rakspírann kemur sá eldri (miðstrákurinn) og segir við mig "hvort ég ætli bara að kaupa rakspíra."  Einhvers annars hugar segi ég "jú kannski raksápu og Gillette rakblöð og svitalyktareyði.  Þar með var upp talið hjá mér hvað snyrtivörur karla áhrærir. 

"Komdu" sagði hann.  "Sjáðu hérna."  Áður en ég vissi stóð ég ásamt mínum 16 ára strák og horfði væntanlega tómum augum á marga hillumetra af snyrttúpum og flöskum og spurði eins og fáviti - "já hvað."  "Afhverju færðu þér ekki svona" sagði stráksi og rétti mér kremtúpu.  "Hvað er þetta."  "Þetta er fyrir augun" sagði strákur.  "Á maður að setja þetta á augun."  "Nei auðvitað ekki, þú átt að setja þetta undir augun."  "Til  hvers" spurði ég og las á merkimiða túpunnar.  Strákur var ekki lengi að svara, "til að fríska upp á augun og kringum þau."  Áður en ég áttaði mig fullkomlega var ég komin í röð fyrir aftan aðra snyrtivörukaupendur (konur og einstaka karl að gleðja sína heittelskuðu) með fullt fangið af snyrtivörum fyrir karla.  Ég er enn ekki búin að átta mig á nokkrum mánuðum seinna hvaða hlutverki þau gegna.  Ég trúi því allveg að þau hljóta að gera mig fallegri en ég er.  Útlitið má alltaf bæta og það vita snyrtivöruframleiðendur.  Skrítið hvað þeir hafa verið lengi að fatta það eða er það ég sem hef ekki enn fattað hlutina eins og þeir eru.  Það er allavega álit sonar míns þegar ég borgaði fyrir vörurnar og sagði sem svo að þetta væri ekki handa mér.  Afgreiðslumanninum var slétt sama.


Lifi Ríkið!

Ég minnist þess þegar ég og mín fjölskyldaSmileáttum eitt árið heima í USA.  Konan var sem oftar að kaupa í matinn í næstu risastóru hverfisverslun.  Okkur fannst sniðugt og þægilegt að versla allt á sama staðnum og þar á meðal bjór svona einstaka sinnum.  Einn morguninn kl.11.00 rúllar konan  innkaupakerrunni að brosmildum afgreiðslumanninum og ávarpið- Hi HOW Are YOU! kom um leið.  Svarið var "fine" hjá konunni minni.   Allt gekk að óskum þar til að kom að bjórkippunni sem mín elskulega ætlaði að gleðja kallinn sinn með!  (Ég er vel giftur) "Sorry mam you may not buy this!   Það hýrnaði yfir minni yfir þessum almennilegheitum afgreiðslumannsins.  Hún hélt nefnilega að hann væri að biðja hana um að sýna skilríki um að hún væri orðin twenty one!   Konan á fertugsaldri!  Nei alls ekki - það mátti ekki kaupa áfengi fyrir kl.16.00 og ekki eftir 20.00!  Mín elskulega var skipað að fara með kippuna beinustu leið þangað sem hún tók hana.  Röðin á eftir henni við kassann var löng og mörg samúðarfull augu á henni.   Eftir þessa reynslu konu minnar fór ég í næstu vínbúð ef mig langaði í bjór og það sem meira var að þar fékk maður almennilega sérfræðiþjónustu.  Það var gaman að fara að versla.

Nei þetta kom upp í hugan minn þegar ég las um að það lægi fyrir frumvarp um að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum.  Það er einfaldlega ekki sniðugt.  Vínbúðirnar okkar eru flottar eins og þær eru.  Þær eru skipaðar hæfu starfsfólki sem veit hvað það er að tala um!  Lifi Ríkið!


Góðir tónleikar

Var á bráðskemmtilegum tónleikum í Árbæjarkirkju í gærkveldi (10. október)  Fram komu þrír um margt ólíkir kórar.  Kirkjukór Árbæjarkirkju, Landsvirkjunarkórinn og kór eldri félaga Fóstbræðra.  Úr varð hin besta skemmtun.   Ég segi bara meira af þessu og að fleiri sjái sér fært að mæta.Frá tónleikum sem haldnir voru 10.október 2007 022  Stjórnendur kóranna voru hver öðrum skemmtilegri þeir Keith Reed, Jónas Ingimundarson og Krisztina Kalló Szkelnár.   Úr varð hin besta skemmtun og ekki spilltu veitingarnar sem kórfélagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju báru á borð.  Víst er að ekki fóru aukakílóin af þetta kvöldið enda hver er að hugsa um það eftir að hafa hlýtt á fallegan kórsöng.  Ég fékk mér reyndar bara eina pönslu svo eftir var tekið!


Ævintýri

 Hvaða hugmyndir sem við höfum um orsakir hins eða þessa er alltaf hægt að rekja rótarendann til okkar sjálfra.  Við erum orsök og afleiðing samfélags sem er orðin þreytt á sjálfu sér.   Samfélags sem hlustar ekki á sýna innri rödd.   Það má sjá i svo mörgu í okkar daglega lífi sem snýr fram á við og þess sem er á röngunni og við sjáum sjaldnast.    Samfélag sem vill ekki sjá það slæma og ljóta.  Samfélag sem vill ekki horfast í augu við neyð náungans hvort heldur hér heima eða í fjarlægum heimi.  Hvað er betra en að slæva þann  veruleika mannlífsins með síbylju hverskonar bara til þess að þurfa ekki að hugsa og ekki að hlusta.  Bara til þess að þurfa ekki hafa frumkvæði að einhverju sem við vitum ekki hvert leiðir okkur.  Á sama tíma er samfélagið uppfullt af þessari þrá að leita þessa sem við vitum ekki hvert leiðir okkur.  Við lifum í samfélagi sem er harðákveðið í því að allt sem hægt er að gera til efla mannsandann tilheyrir fortíðinni.  Allir sigrar mannsins á náttúru og leitun nýrra landa er að baki.  Löndin sem engin vissi um er byggð.   En það eru til fleirri lönd sem á eftir að nema það er lönd hugans.   Lönd ævintýra sem engin hefur áður komið til og rannsakað.  Það er ævintýri nútíma mannsins.   Heimilisfang ævintýrisins er ekki að finna í símaskránni.  Ævintýrið á sér heimilsfang í huga okkar.   Martröðin á sér sama heimilisfang.  Vandamálið er að ýta á rétta bjöllu og sjá hver kemur til dyra. 

Vitlaus forgangsröðun?

Ferðamyndir Borgarnes  2007 038Lífið er ein stór forgangsröðun meðvituð og eða ómeðvituð.   Forgangsröðun er ekki eitthvað náttúrafl eins og fellibylur og færir allt í kaf eða feykir tilverunni um koll.  Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir því að forgangsraða einhverju í tilveru okkar.  Um mánaðamót stöndum við frammi fyrir því að borga þennan reikningin fremur en hinn látin bíða aðeins lengur.  Þar erum við að forgangsraða væntanlega til þess að hlutirnir gangi upp.  Forgangsröðun er í hinu smæsta og til hins stærsta. Einstaklingar forgangsraðar og stjórnvöld.  Þeir sem ráða för hverju sinni er oftar en ekki miðaldra fólk.  Manneskjur sem telja sig hafa vit og áræðni til að ákveða að hlutirnir eigi að vera svona en ekki hinsegin.   Telja sig vera fær um að forgansraða.  Ef við lítum á forgangsröðun samfélagsins sem settar eru af þeim sem “vitið” hafa, eða þeim sem ráða hverju sinni  þá læðist stundum óneitanlega að manni sá grunur að vit-laust hafi verið farið framúr að morgni lífs þeirra. Hver er forgangröðun samfélagsins hjá okkur?  Forgangsröðunin fyrir kosningar eru það að efla öldunarþjónustu og fjölga leiksskólum.   Í raun er það ekki það að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld heldur miklu fremur ævikvöl.  Það er ekki það að hlúð sé að börnunum og þeim sem annast þau á meðan við hin erum að klóra okkur í höfðinu yfir því á hvern hátt við eigum að forgangsraða.    Miklu frekar á hvern hátt er hægt að komast sem ódýrast frá því að sinna þeim þeirra þörfum.    Það er því miður hugsjónarstarf í samfélagi okkar að annast þá sem hafa skilað sínu til samfélagsins og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.    Það er að bera í bakkfullan lækinn að ræða hér um launakjör og aðbúnað þessa fólks sem af hugsjón (því ekki eru það launin) sem sinna þessum störfum.  Það er ekki það að það er ekki til peningar.  Af þeim virðist vera nóg það sína afkomu tölur banka og annarra fyrirtækja svo mjög að þau vita ekki hvar hægt er að koma þeim fyrir.  Allt er gert af yfirvöldum til að þau geti blómstrað og skartað fínum tölum opinberlega og er það hið besta mál ef að eitthvað af þessu gæti mögulega ratað í vasa þeirra sem minnst hafa vegna starfa með þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Forgangsröðunin er sú að þeir sem þéna mest fái sem mestan frið við það og þeir sem minnst hafa úr býtum haldi sig þar.  Því er ekki sagt að ef hreyft verður við því fellur allt um koll. Er ekki komin timi til að forgangsraða á annan hátt en verið hefur í hinu smæsta og hinu stærsta.  Til þess að forgangsraða hinu stærsta sem er auðveldast að horfa á og skeyta skapi sínu á.  Þurfum við að byrja heima og spyrja okkur á hvern hátt get ég og mínir breytt forgangsröðun þeirri sem við höfum komið okkur upp á ómeðvitaðan og eða meðvitaðan hátt?


Hlátur er hrökk!

Ef þú vissir það ekki þegar þá er hlátur-Hrökk!  Var á stórskemmtilegum fyrirlestri hjá Valgerði Snæland Jónsdóttur, skólastjóra.  Hún hefur um árabil rannsakað þetta fyrirbæri sem kallast hlátur.   Við höfum oft heyrt að hláturinn lengir lífið.  En að hlátur væri hrökk hafði ég ekki heyrt áður.  Hláturinn er líffræðilegur taugaboð...kann ekki að segja það en niðurstaðan er sú að hvert skipti sem við förum að hlægja erum við að hrökkva við!


Aldrei!

Vonandi verður þessi hugmynd Björn Bjarnasonar aldrei að veruleika í íslensku samfélagi.  Einkarekin fangelsi er eitthvað sem ekki fær staðist í raunveruleikanum.  Þetta hefur verið reynt í Bandaríkjunum og engar góðar sögur eru að heyra frá þeim.   Í einkarekstri er auðvitað reynt að hámarka gróðan af rekstrinum og allra leiða leitað til þess að svo megi vera.   Fangelsi hefur ekkert með einkarekstur að gera.  Fangelsi eiga að vera betrunarstofnanir sem kappkosta að lágmarka þann fjölda sem kemur aftur inn.  Hagur einkarekins fangelsis hlýtur að vera að hámarka nýtinguna aftur og aftur. 


Búið að verðleggja ísl-enskuna!

Þá er búið að setja verðmiða á íslenskuna.  Hún kostar heilar þrjár milljónir(sic) Án gríns þá er þetta gott mál hjá Bubba að vekja athygli á þessari óheilla þróun með enska hrákasmíð íslenskra tónlistamanna!


"Heimurinn er eitt herbergi"

55240008Heimurinn er eitt herbergi, sagði einhver snjall hugsuður seint á síðustu öld.  Kannski aldrei sem nú eiga þessi orð rúm í huga okkar sem hafa horft á hörmungaratburði þá sem eiga sér stað í Myanmar. (Burma)V Herbergið fyllt af ótta, reiði og vantrú á það sem fyrir augu ber.  Andrúmsloftið óþægilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Ef heimurinn er eitt herbergi þá þurfum við að gera ráð fyrir því að lausn á vandanum sé ekki að finna fyrir utan það herbergi, heldur innan veggja þess einfaldlega vegna þess að vandinn á sér rætur þar.  Ekki eitthvað utanaðkomandi, ókunnugt afl.Sagt hefur verið að í herbergi þar sem tveir eru saman komnir séu sex manneskjur.  Ég endurtek sex manneskjur.   Hver manneskja um sig er a) sú sem hún heldur sig vera, b) sú sem hin heldur hana vera, og c) sú sem hún er.   Og þessar manneskjur geta verið harla ólíkar.  Þess vegna er ekki gott að sjá í fljótu bragði hver lífsafstaða okkar er í raun.  Það er ef til vill helst ef við lítum farinn veg að við sjáum hver herra okkar var og er hugsanlega enn.  Hvað skiptir okkur mestu máli öll árin?  Er það auður?  Eiga í sig og á?   Lifa í friði við “herbergisfélaga” okkar? og þannig getum við haldið áfram.

Viðbrögð okkar gagnvart umhverfinu, náunganum og lífssýn trúar eða trúleysis fer oftar en ekki eftir hlutskipti okkar í lífinu.  Sumir fæðast inn í veraldlegan ríkdóm, meðan hluti jarðarbúa fæðast inn í veraldlega fátækt.  Veröldin er ekki svört – hvít ræma. 

 


Fermingarfræðslan

Fermingarrnámskeið ágúst 2007 002Mikið óskaplega er gaman að fá að umgangast unga fólkið  sem eru að fermast næsta vor hjá okkur í Árbæjarkirkju.  Af því tilefni læt ég eina mynd fylgja með þessari færslu.  Þarna má aðeins sjá hluta af þeim börnum sem ganga til okkar prestana og fræðarana sem aðstoða okkur við fræðsluna.  Ekki láta myndina blekkja ykkur að börnin sitji prúð og "hlusti" á okkur prestana þylja yfir þeim lærdóminn.  Í Árbæjarsöfnuði kappkostum við að hafa fræðsluna lifandi og "skemmtilega."  Fermingarveturinn á að vera eftirminnilegur í huga barnanna.   Ekki eitthvað sem vert er að gleyma helst í gær.    Við notum umhverfi kirkjunnar eins og dalinn eins og við mögulega getum og reynum að hafa fræðsluna lifandi og ekki síst gefandi fyrir okkur sjálf og börnin.  Síðan erum við með fræðslu fyrir foreldrana.   Lítið á heimasíðuna.

Skólarnir byrjaðir og krónan útskrifuð af reikningnum.

Þessa dagana er allt að komast í "eðlilegar" skorður.  Yngsti strákurinn minn kvartaði um daginn að það væri erfitt að fara sofa snemma til að mæta í skólann.  Það er bara eins og fyrsta haustlægðin.  "Vont en það venst."   Hann var að byrja í 8 bekk.  Miðstrákurinn byrja í Versló og sá elsti erlendis í læknanámi.  Okkur hjónunum reiknaðist til að það kostar okkur að koma þessum tveimur sem heima eru í skólann með öllu tilheyrandi (sá í menntaskólanum fjárfesti í fartölvu með fulltingi okkar foreldrana) vel á þriðja hundraðið þúsunda.  Við erum svo lánsöm að hafa heilsu og í góðri vinnu þannig að við klofum þennan "fjár-skafl" erum ekki spóla í honum fram eftir vetri.  Óneitanlega verðum manni hugsað til einstæðra foreldra og þeirra sem skipa hóp lágtekjufólks hvernig í ósköpunum fara þau að í samfélagi kröfunar verða þau ekki eftir í "skaflinum?"  Ég held við hjónin höfum ekkert verið að bruðla.  Keyptum nákvæmlega það sem við fengum upplýsingar um frá skólunum.  Fatakaup voru gerð fyrr í sumar.  Fartölvan er víst algjört "möst" í framhaldsskólum dagsins í dag.   Keyptum skóladótið þar sem verðið var hagstæðast en samt...ég veit að tölvan tekur stóran sess í skólastartinu þetta haustið.  Sorglegasta af öllu þykir mér að heyra að sum börn sitji hjá í mötuneytum skólanna vegna þess að þau hafa ekki efni á að kaupa heita máltíð í hádeginu.

es. Var að fá þær fréttir að miðstrákurinn þyrfti nýja tösku sem gæti hýst tölvuna.  Það kom mér ekkert á óvart.  Ég er ekki fæddur í gær!  Þetta er alltaf svona og það verður meira!  Það er dásamlegt vegna þess að "skaflarnir" verða fleiri í vetur þrátt fyrir glópalworming, en ekki eins stórir og byrjun skólans.  Þannig að maður er ekkert að kvarta að allt sé komið í fastar skorður!

 


Drögum úr hamingjunni!

 Innst inni vitum við að það er ekki veröldin og umhverfið allt sem stendur andspænis okkur og gefur okkur langt nef, heldur sjáum við hana þannig vegna okkar eigin beyglu og skælingar vonleysis og vöntunar uppörvunar.  Fyrir einhverjum er það lögmál að heimurinn og manneskjan þar með talin sé bara þannig og ekkert fær því breytt.  Allavega ekki af mannlegum mætti.   Megas söng um árið að við ættum að “smæla framan í heiminn þá mun heimurinn smæla framan í þig.”Það er margt í tilverunni eins og við höfum raðað henni í kringum okkur sem okkur finnst vera óbreytanlegt .  Það eru alltaf einhver eða einhverjir sem vilja og gera í þvi að breyta tilveru okkar.   Við eftir efnum og ástæðum stöndum í vegi fyrir því eða látum tilleiðast að vissu marki.  Þegar gaumgæfilega er skoðað er ekkert til sem heitir á engil saxnesku “status quo” eða stöðnun.    Það er ekki í mannlegum mætti að stöðva sírennsli tímans og það sem hann ber með sér.  Stundum er sagt og má eflaust til sanns vegar færa að aldrei í sögu mannkyns hafi hraði breytinga verið meiri, svo mjög að hverri manneskju finnst nóg um en við látum berast með straumnum.Inn um lúguna hjá okkur eða á internetinu og eða í ljósvakamiðlum berast okkur sífellt tilboð um að gera þetta og hitt til þess að öðlast meiri hamingju, betra líf.   Aldrei berast okkur tilboð um að draga úr hamingju okkar og góðu lífi.  Það er alltaf gengið að því vísu að við viljum öðlast meiri hamingju þótt hún sé næg fyrir.  Þetta gerist vegna þess að vitað er að við viljum breyta til einhvers annars.  Því er einu sinni þannig farið að við erum alltaf að leita af meiri hamingju en þeirri sem við höfum þegar.    Þeir sem hafa sína lífsafkomu að senda tilboðin þurfa ekki endilega hafa svo mikinn áhuga á okkar hamingju að þau missi svefn vegna þess.   Það er jú vinna þeirra, að sannfæra okkur hin að það er eitthvað meira þarna úti og við gætum verið að missa af því.     Ég er ekki að segja að tilboðin um bætta heilsu og nýtt líf í alsnægtum hugans og allt það sé ekki af heilindum boðið og fullri trú – því það er sama hvað er boðið upp á af miklum kærleika okkur til handa er andvana fætt ef við sjálf tökum ekki á móti og gerum af heilum hug.  “Vera heill?  Ég hef kannski ekki oft en stundum velt því fyrir mér hvað það þýðir að vera heill.  Og það að einhver geti boðið mér að verða heill og staðið við það.  Getur það einhver annar en ég sjálfur.  Sbr. máltækið – “Hver er sinnar gæfu smiður.” Ég legg þann skilning í að vera heill sé að vera heill heilsu og sannur í verkum mínum – að vera sannur í því sem ég hugsa og framkvæmi.   Að vera samkvæmur sjálfum sér er það kallað í daglegu tali.   Merkingin að vera heill er oftast sett í samhengi heilsu og eða huga.   Samanber að vera heill heilsu að vera heilshugar.   Hver vill ekki vera heill heilsu?  Hver vill ekki taka tilboði að vera heill heilsu?  Við leitum víða ráða og meðferða að ná heilsu sem hefur um stundarsakir eða í lengri tíma yfirgefið okkur.   Mein manna eru margvísleg.  Það er mikið að segja við einhvern og enn meira að bjóða að vera heill.  Og það sem meira er að standa við það ef það er þá ætlunin.  Eða er það aðeins umbúðirnar og innihaldið aukaatriði.   Því miður held ég að það sé oftar en ekki þannig en alls ekki að það sé af ráðnum hug.   Þ.e.a.s. boðið er sett fram heilshugar og það nái ekki lengra en það.

Dómgæsla

Fór á leik hjá syni mínum um daginn sem leikur með þriðja flokki.  Verð að segja að mér blöskraði dómgæslan.  Fnykurinn af heimdómgæslunni var slíkur að ég hrósaði happi að lognið fór hratt yfir þann daginn.   Kom í ljós að dómarinn var faðir eins drengjana í heimaliðinu.  Svarið sem ég fékk hjá forráðamönnum liðsins var að þeir fengju engan annan.  Sonur minn sagði eftir leikinn að þetta væri alltaf svona hjá þessu liði.  Þetta var leikur í Íslandsmótinu og skipti verulega máli hjá þeim sem taka þennan leik alvarlega.  Spurning mín er sú hvort það sé ekki siðferðileg skylda KSÍ að sjá um að hæfir dómarar dæmi þessa leiki.  Hvernig væri að KSÍ forkólfarnir hugsuðu betur um grasrótina heldur en að halda partý fyrir útvalda í VIP stúku Laugardalsvallar?


"ert fótboltamaður og í guðfræði...hvernig er það hægt?

Fyrirsögnin að ofan er fengin frá einu að mínum blessuðu tilvonandi fermingarbörnum í Árbænum.   Fermingarbarnið  gat ómögulega fengið það til að ganga upp að vera farsæll fótboltamaður og vera í guðfræði og fræðari í fermingarfræðslu og kannski síðar prestur.  Fékk mig til að hugsa um hversu mikilvægt það er að velja fyrirmyndir fyrir ungviðið.  Við í Árbæjarkirkju eru svo lánsöm að hafa fengið eitt "stykki" af fyrirmynd sem krakkarnir horfa upp til og samsama sig á einhvern hátt.   Kom upp í hugan sagan af drengnum sem fór með foreldrum sínum í jólamessu.  Þegar hann kvaddi prestinn með handabandi spurði hann foreldra sína."Hvar er presturinn geymdur fram til næstu jóla?"


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband